01.03.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 190

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 190. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

1. mars 2017 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Edda Sigfúsdóttir yfirgaf fundinn eftir þriðja mál.

 

Dagskrá:

 

1.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

201701068 - Barnaverndarmál - almennt

 

Barnaverndarmál 2016

 

Fyrir lágu upplýsingar frá yfirfélagsráðgjafa um fjölda barnaverndarmála árið 2016. Alls komu 117 mál til vinnslu og var 89 af þeim málum lokað á árinu.

Af fjölda mála má sjá að barnaverndarkerfi sveitarfélagsins nýtur trausts og er öflugt. Vinna starfsmanna barnaverndar og þeirra sem koma að lausn mála er mjög virk. Markmið barnaverndar er alltaf að veita sem besta þjónustu og aðstoða eftir þörfum. Barnavernd vinnur náið með skólum, foreldrum, lögreglu, heilsugæslu og öðrum sérfræðingum og nýtir þau úrræði sem bjóðast.

Mikið og gott forvarnarstarf er unnið tengt barnavernd í Vestmannaeyjum á öllum skólastigum, hjá íþrótta- og tómstundafélögunum, lögreglu og heilsugæslu.

 

   

4.  

201409009 - Leiguíbúðir í eigu Vestmannaeyjabæjar

 

Tillaga um breytingu á leiguverði.

 

Innan fjölskyldu- og tómstundaráðs hefur verið unnið að því síðan 2014 að samræma leiguverð á íbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið hefur annars vegar verið að samræma leiguverð hins vegar að færa það nær markaðsverði enda mikilvægt að aðgreina stuðning til leigugreiðslna (fjárhagsaðstoð) og stuðning við að geta búið í heppilegu húsnæði (húsnæðisaðstoð). Í þessari vinnu hefur Fjölskyldu- og tómstundarráð lagt á það áherslu að samhliða breytingunum verði tekinn upp sérstakur húsnæðisstuðningur enda markmiðið ekki að íþyngja þeim hópi þjónustuþega sem lægstar hafa tekjurnar. Markmið þessarar aðgerðar er að jafna rétt þeirra aðila sem eru á leigumarkaði en taka jafnframt tillit til fjárhagslegra aðstæðna. Í janúar s.l. voru samþykktar nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Vestmannaeyjabæ í samræmi við tillögu ráðsins. Um áramót hækkuðu einnig húsnæðisbætur.

Í ljósi þessa leggur Fjölskyldu- og tómstundaráð til breytingu á leiguverði á öllum leiguíbúðum Vestmannaeyjabæjar og að verðið verði fært nær markaðsverði. Fjölskyldu- og tómstundarráð samþykkir að hækka leigu í kr. 1.200,- pr. fermetrar frá og með 1. apríl 2017. Leiguverð mun þó ekki hækka hjá þeim sem eru í fastri leigu hjá Vestmannaeyjabæ fyrr en 12 mánuðum síðar eða 1. apríl 2018. Leigutakar munu fá sent bréf með upplýsingum um breytingu á leigu auk þess sem ráðgjafi á vegum Vestmannaeyjabæjar býður leigutökum upp á viðtal til að fara yfir væntanlegar breytingar.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:11

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159