28.02.2017

Bæjarráð - 3045

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3045. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

28. febrúar 2017 og hófst hann kl. 11.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

Páll Marvin Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

1.  

201404040 - Erindi frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja í tengslum við S30 fasteignafélag.

 

Drög að leigusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

 

Fyrir bæjarráði lágu drög að leigusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja um leigu á annarri hæð Ægisgötu 2 (1046 m2). Leigusamningurinn sem er til 25 ára er tilkomin í framhaldi af erindi frá ÞSV í tengslum við S30 fasteignafélag þar sem óskað var eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ um fjármögnun framkvæmda.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leiti og veitir um leið samþykki sitt fyrir fjármögnun framkvæmdanna enda tryggir samningurinn Vestmannaeyjabæ hvorutveggja eðlilega markaðsleigu og eðlilegt endurgjald fyrir fjármögnun framkvæmda.
Áætlaður kostnaður við endurbætur innanhúss eru áætlaðar 170 milljónir auk viðbótarverka og ber leigutakinn alla ábyrgð á framkvæmdinni og kostnaðnum enda gerir samningurinn ráð fyrir að endanlegt leiguverð taki mið af endanlegum framkvæmdakostnaði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við ofangreinda samþykkt.

Stefán Óskar Jónasson situr hjá við afgreiðslu málsins en tekur afstöðu til málsins á næsta bæjarstórnarfundi.

 

   

2.  

201702115 - Gísli á Uppsölum leiksýning

 

Óskað er eftir styrk að upphæð 125.000 kr. til að halda tvær leiksýningar auk fargjalds og gistingu fyrir leikarann Eflar Loga Hannesson sem leikur Gísla. Einnig er óskað eftir aðstoð tæknimanns sem stjórnar ljósum og hljóði. Einleikurinn hefur verið sýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi í janúar og febrúar og hlotið mjög góða dóma.
Gert er ráð fyrir að miðasala á sýninguna komi til móts við kosnaðinn og lækki hann sem því nemur.

 

Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

 

   

3.  

201702101 - Áskorun um að líkamsræktarsalurinn í íþróttamiðstöðinni (litla Hressó) verði stækkaður

 

Undirsskriftarlisti frá viðskiptavinum Hressó í Íþróttamiðstöðinni þar sem óskað er eftir því að líkamsræktarsalurinn í Íþróttamiðstöðinni verði stækkaður vegna plássleysis á æfingum.

 

Bæjarráð þakkar áhuga fjölmargra Vestmannaeyinga á áframhaldandi uppbyggingu líkamsræktaraðstöðu í Eyjum enda góð aðstaða til slíks meðal einkenna öflugra samfélaga. Bæjarráð bendir þó á að í gildi er samningur við Hressó ehf. um rekstur salaranis til ársloka 2020 þar sem ma. er gert ráð fyrir ákveðinni leigu pr. m2. og því ekki mögulegt að gera einhliða breytingar sem þær sem farið er fram á í erindinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við leigutaka salarins og kanna afstöðu þeirra.

 

   

4.  

201702001 - Til umsagnar umsókn um rekstur veitingastaðar fyrir Tangann.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 31. janúar s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á um veitingastaði í flokki III, veitingahús og skemmtistaður.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 90 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

5.  

201701056 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir 900 Grillhús

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 17. janúar s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 45 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

6.  

200708078 - Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð.

 

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159