08.02.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 189

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 189. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Lára Dögg Konráðsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1.  

201701017 - Sískráning barnaverndarmála 2017

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í janúar

 

Í janúar bárust 20 tilkynningar vegna 15 barna. Þar af voru 1 tilkynning vegna vanrækslu, 3 vegna ófædds barns, 8 tilkynningar vegna gruns um ofbeldi gegn börnum og 8 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 13 barna af 15 voru til frekari meðferðar.

 

   

2.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.  

201701078 - Umsókn um styrk vegna "Einn blár strengur"

 

Styrkumsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna átaksverkefnis sem meistaranemar og kennarar á Heilbrigðisvísindasviði í Háskólanum á Akureyri eru að vinna.

 

Ráðið getur ekki orðið við erindinu.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159