07.02.2017

Bæjarráð - 3043

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3043. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

7. febrúar 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201503002 - Atvinnumál og samfélag í Vestmannaeyjum

   
 

Á fundin kom Hrafn Sævaldsson starfsmaður Þekkingarseturs Vestmannaeyja og gerði bæjarráði grein fyrir mati hans á stöðu atvinnulífs í Vestmannaeyjum og þróun þess á seinustu árum.
Í máli hans kom fram að vinnuafl í Vestmannaeyjum eru 2434 manns og hér eru talin vera 2015 stöðugildi og því ljóst að fjöldi fólks vinnur hlutastörf sem skýrir þennan mismun. 848 lögaðilar eru skráðir með starfsemi í Vestmannaeyjum. 266 lögaðilar eru skráðir með starfsmenn í Vestmannaeyjum, eða 31,6% lögaðila.
Í nóvember 2016 voru 53 aðilar skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum. 22 Karlar og 31 kona. Hlutfall atvinnuleysis er því 2,2%. Í lok janúar 2015 voru 269 einstaklingar á örorkubótum í Vestmannaeyjum, með 10% - 75% örorku, sumt af þessu fólki vinnur hlutastarf. Á Íslandi er 9,0% örorkuhlutfall en í Vestmannaeyjum er örorkuhlutfallið 9,6%.
Fólk með erlendan ríkisborgararétt er 7,2% íbúa Vestmannaeyja og frá 32 þjóðríkjum. Einstaklingar með pólskt ríkisfang eru 60% þeirra.
Sjávarútvegur er lang stærsta atvinnugreinin í Vestmannaeyjum, þar eru 739. Af þessum stöðugildum eru 274 sjómenn (43%), 379 í fiskvinnslu (46%) og 86 í yfirstjórn og stoðkerfi innan sjávarútvegsfyrirtækjanna (10%). Ætla má að um 900 manns vinni við útgerð og fiskvinnslu á mestu álagstímum í veiðum og vinnslu.
Ferðaþjónusta hefur vaxið verulega á seinustu árum og við hótel og veitingarekstur eru þar nú um 103 stöðugildi. Árið 2007 voru þau 31 stöðugildi. Vöxturinn er því 232%.

Bæjarráð þakkar kynninguna.

 

   

2.  

201701082 - Umsögn um umsókn vegna tækifærisleyfi fyrir Árshátíð NFÍV í Höllinni 15. febrúar frá kl. 18:00- 01:00 aðfaranótt 16. febrúar n.k.

 

Erindi frá Sýslumanninum dags. 26. janúar s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir jákvæða umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
Staðfestir jákvæða umsögn heilbrigðisfulltrúa heilbrigðiseftirlits suðurlands að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga um matvæli og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvistar ef við á.
Staðfestir jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs miðað við 120 manns.

Umsögn þessi er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.16

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159