06.02.2017

Umhverfis- og skipulagsráð -

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 261. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 6. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201604099 - Deiliskipulag í austurbæ.
Lögð fram drög að nýju deiliskipulagi af norðurhluta austurbæjar. Skipulagsdrög eru unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. og er lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
 
 
 
2. 201702028 - Deiliskipulag í Herjólfsdal. Skipulagsbreyting.
Lögð fram drög að breytingum á deiliskipulagi í Herjólfsdal. Skipulagsdrög eru unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. og er lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
 
 
 
3. 201612073 - Eyjahraun 1. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju umsókn um viðbyggingu við þjónustuíbúðir aldraða í Eyjahrauni 1 og tengibyggingu að Hraunbúðum. Ólafur Þór Snorrason f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi og óskar eftir breytingum á skipulagi svæðis sbr. fyrirliggjandi teikningar frá Gylfa Guðjónssyni Arkitekt.
Erindið var sent til grenndarkynningar á tímabilinu 2/1-30/1, engar athugasemdi bárust ráðinu.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
4. 201702025 - Miðstræti 19. Umsókn um byggingarleyfi.
Tekið fyrir erindi húseigenda þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir sólstofu ofan á viðbyggingu sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Vesturvegi 10, 18, 20 og Miðstræti 21.
 
 
 
5. 201702026 - Strandvegur 82. Umsókn um byggingarleyfi.
Tekin fyrir umsókn Vinnslustöðvarinnar hf. Þorsteinn Óli Sigurðsson sækir um byggingarlfeyfi fyrir dæluhúsi sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
6. 201701064 - Kleifahraun 9. Umsókn um lóð.
Halldór Hjörleifsson fh. Húsatækni ehf. sækir um raðhúsalóð nr. 9 í Kleifahrauni.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað deiliskipulags. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. ágúst. 2017.
 
 
 
7. 201702031 - Brattagata 10. Fyrirspurn.
Lóðarhafi óskar eftir afstöðu ráðsins til byggingar raðhúss á lóðinni skv. innsend gögn.
 
Ráðið lítur jákvætt á erindi lóðarhafa og óskar eftir gögnum sbr. ákvæði byggingarreglugerðar.
 
 
 
8. 201702032 - Blátindur. Gosminjar Heimagötu 12B.
Fyrir liggur erindi frá vinnuhóp um lagfæringu á Blátindi við Heimagötu.
 
Ráðið fagnar því að hafin sé vinna við lagfæringu á gosminjum við Heimagötu og samþykkir fyrirliggjandi áform vinnuhópsins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159