26.01.2017

Bæjarstjórn - 1519

 
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1519. fundur
 
haldinn í Einarsstofu safnahúsi,
26. janúar 2017 og hófst hann kl. 18:00
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu -og fjármálasviðs
 
  
Dagskrá:
 
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Bæjarstjórn Vestmannaeyja fagnar því að loks skuli búið að skrifa undir samning um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju enda núverandi skip orðið það elsta sem þjónað hefur í föstum siglingum milli lands og Eyja. Bæjarstjórn minnir þó á að þótt nýsmíði þessi sé nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að nýta Landeyjahöfn með auknu öryggi allt árið þá er hún ekki nægjanleg og því mikilvægt að fundin verði varanleg lausn á þeim hluta vandans sem snýr að höfninni sjálfri.
 
Þá ítrekar bæjarstjórn þá ósk sína að tryggt verði að núverandi Herjólfur verði áfram til taks fyrstu misserin eftir að nýja ferjan kemur enda hefur reynslan sýnt að hætt er við að upp komi ýmiskonar vandamál með ný skip og við slíka óvissu verður ekki búið þar sem um er að ræða þjóðvegatengsl við næst stærsta byggðakjarna á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.
 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsson (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
 
2. 201604096 - Friðlýsing búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum
 
Á fundi sínum 26. maí sl. samþykkti bæjarstjórn með fjórum atkvæðum gegn þremur friðlýsingu búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum. Í kjölfar samþykktarinnar bar nokkuð á ábendingum frá bæði almennum bæjarbúum og hagsmunaðilum svo sem bjargveiðimönnum um að málið hafi að mati viðkomandi ekki verið nægilega kynnt og forsendur og markmið því óljós.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur síðan þá vegið og metið ábendingar með það að leiðarljósi að haga störfum sínum í sem mestri sátt við umbjóðendur sína.
 
Með það að leiðarlósi samþykkir bæjarstjórn að fresta enn frekar undirritun Friðlýsingar og óska eftir því að Þekkingarsetur Vestmannaeyja og Náttúrustofa suðurlands taki að sér kynningu á friðlýsingu og öflun frekari upplýsinga og afstöðu bæjarbúa og hagsmunaðila svo sem félagi bjargveiðimanna.
 
Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
Bókun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með friðlýsingu fagna því að málinu skuli vísað til frekari úrvinnslu og vilja eindregið vinna það í sátt við bæjarbúa og hagsmunaðila. Eftir sem áður ítreka þeir afstöðu sína og telja mikilvægt að markmið firðlýsingarinnar um að varðveita markvist náttúrulegt ástand mikilvægra fuglabyggða náist enda eru hefðbundnar nytjar svo sem lausaganga búfjár og veiðar á villtum fuglum heimilar og óskertar.
 
Páll Marvin Jónsson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
 
Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
   
Bókun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði gegn friðlýsingu lýsa ánægju sinni með að málinu skuli vísað til frekari kynningar og samráðs og telja líklegt að gera megi breytingar sem sætt geta sjónarmið til að mynda með því að inn í forsendur hennar verði byggður einhliða réttur Vestmannaeyjabæjar til að segja sig frá friðlýsingunni ef slíkur ágreiningur kann að koma upp.
 
Elliði Vignisson (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign) 
Bókunin samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
3. 201612009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 259 frá 30. desember s.l.
Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
4. 201701001F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3041 frá 10. janúar 2017.
Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
5. 201612010F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 199 frá 11. janúar s.l.
Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
6. 201701002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 187 frá 11. janúar s.l.
Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhjóða atkvæðum.
 
 
7. 201701004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 260 frá 16. janúar s.l.
Liður 1 og 8 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 8 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
2-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
8. 201701008F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3042 frá 24. janúar s.l.
Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
9. 201010070 - Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands.
Fundargerð stjórnar NS frá 16. janúar s.l.
Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 
  
Næsti reglulegi bæjarstjórnarfundur verður haldin í Einarsstofu Safnahúsi fimmtudaginn 23. febrúar 2017.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:12
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159