25.01.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 188

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 188. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

25. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:15

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

201701068 - Barnaverndarmál - almennt

 

Upplýsingar frá yfirfélagsráðgjafa um stöðu barnaverndar árið 2016

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna og mun fjalla frekar um málefni tengd barnavernd á næstu fundum.

 

   

4.  

201503081 - Reglur um verktakagreiðslur í málaflokki fatlaðs fólks

 

Endurnýjun á reglum um verktakagreiðslur í málaflokki fatlaðs fólks

 

Ráðið samþykkir endurnýjaðar reglur um verktakagreiðslur í málaflokki fatlaðs fólks.

 

   

5.  

201701066 - Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna ungmenna 15-17 ára sem stunda nám fjarri lögheimili

 

Borist hefur bréf frá Ásu Ingibergsdóttur vegna sérstaks húsnæðisstuðnings. Fjölskyldu- og tómstundaráð telur reglur þær sem ráðið samþykkti á 187. fundi sínum þann 11. janúar sl. og gilda um stuðning við 15-17 ára ungmenni vera skýrar. Þar segir í 14. grein „Fjölskyldu- og fræðslusvið veitir foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og miðast við að hámarki 60% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.“ Umræddar reglur byggja alfarið á leiðbeinandi reglum frá Velferðarráðuneytinu og 32. gr. í lögum nr. 75/2016. Vakin er athygli á því að umræddar reglur eiga eftir að fá staðfestingu bæjarstjórnar.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159