24.01.2017

Fræðsluráð - 292

 
 Fræðsluráð - 292. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

24. janúar 2017 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Gígja Óskarsdóttir 1. varamaður, Guðjón Örn Sigtryggsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Stefán Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Hildur Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Þórey Ævarsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi leikskóla.

 

Dagskrá:

 

1.  

200703026 - Stóra upplestrarkeppnin 2017

 

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi, sem hefur verið haldin á meginlandinu í mörg undanfarin ár, verður að þessu sinni haldin í Eldheimum 30. mars n.k. Hingað koma nemendur og kennarar frá 5 skólum á Suðurlandi ásamt dómurum eða um 25 manns. Nemendur úr 7. bekk GRV, sem sigra keppnina hér heima, munu lesa á lokahátíðinni.

 

   

2.  

200806062 - Tónlistarskólinn

 

Yfirlit yfir starf Tónlistarskóla Vestmannaeyja 2016-2017

 

Skólastjóri fór yfir starf Tónlistarskóla Vestmannaeyja 2016-2017
Á vorönn 2017 stunda 133 nemendur nám. 90 þeirra eru á aldrinum 5- 16 ára og 34 nemendur, 17 ára og eldri. Flestir nemendur stunda nám á gítar, píanó og trommur og 31 nemandi nemur söng. Starfsmenn tónlistarskólans eru 10 í 8,9 stöðugildum.

 

   

3.  

201606004 - Frístundaver. Lengd viðvera. Sumarfrístund.

 

Yfirlitsskýrsla frístundavers 2016-2017.

 

Flest voru börnin 78 við upphaf skólaárs. 42 í 1. bekk, 29 í 2. bekk og 7 börn í 3. bekk. Börnum fækkaði í janúar 2017 og eru nú 68.
Starfsmenn frístundavers eru 7 í 3,5 stg. Gert er ráð fyrir 12 börnum á starfmann í 1. bekk og 15-18 í 2.-4. bekk.
Nýjungar í vistunarúrræðum.
Sumarfrístund 2016. Leikjanámskeið kl 08:00-13:00 í 3 vikur í júní. 9 börn sóttu námskeiðið.
Vistun við upphaf skólaárs.
Börn sem voru að hefja nám í 1. bekk bauðst að vera í heilsdagsvistun 18. og 19. ágúst. Alls nýttu foreldrar 7 barna sér úrræðið.
Heilsdagsvistun þegar grunnskólinn er lokaður.
Vetrarfrí 19.-24. okt. Meðaltal í morgunvistun voru 7 ? 10 börn og flest voru þau 14. Á tímabilinu 21. ? 30. desember voru að meðaltali 2-3 börn í heilsdagsvistun. Á starfsdegi í janúar voru 9 börn.
Niðurstöður: Frístundaverið hefur verið vel sótt í vetur enda var tekið við öllum börnum sem sóttu um pláss s.l. haust. Fjöldi barna í frístundaveri hefur aldrei verið meiri en aðsókn í viðbótarúrræðin sem boðið hefur verið upp á í vetur hefur verið heldur dræm.

 

   

4.  

201701050 - Vegvísir samstarfsnefndar Samb. ísl. sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

 

Kynning á vegvísi samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans.

 

Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara sem samþykktur var 29. nóvember 2016 var samstarfsnefnd aðila falið, með bókun 1, að leggja fram í janúar 2017 vegvísi að aðgerðaráætlun til sveitarfélaga um nánari greiningu á því ástandi sem kennarar og stjórnendur hafa lýst að að ríki í starfsumhverfi grunnskóla og jafnframt kallað eftir úrbótum á. Samkvæmt bókun 1 kemur fram að í kjarasamningum 2014 voru gerðar breytingar á starfsumhverfi kennara og vinnumat innleitt í grunnskólann. Samningsaðilar eru sammála um að framkvæmd breytinganna hefur ekki tekist sem skyldi í mörgum grunnskólum og því verði hverju sveitarfélagi falið að fara yfir framkvæmdina ásamt fulltrúum kennara í hverjum skóla. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs upplýsti ráðið um að verið er að skipa í starfshóp sem mun fara í þessa vinnu. Í starfshópnum sitja þrír fulltrúar sveitarfélagsins og þrír fulltrúar kennara. Vinnan hefst eigi síðar en 15. febrúar og verður aðgerðaráætlun hópsins kynnt öðru hvoru megin við mánaðarmótin febrúar/mars. Hópurinn mun vinna við greiningu og undirbúning umbótaáætlunar sveitarfélagsins. Niðurstöður skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2017 og verður hún kynnt fulltrúum sveitarfélagsins, kennurum og skólastjórnendum. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

5.  

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Fundargerð trúnaðarmála.

 

Eitt mál lagt fram.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.41

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159