24.01.2017

Bæjarráð - 3042

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3042. fundur

 

haldinn í fundarsal bæjarskrifstofa á efri hæð LÍ,

24. janúar 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson 1. varamaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201601094 - Samningur vegna Sóla

 

Núverandi samningur milli Vestmannaeyjabæjar og Hjallastefnunnar vegna reksturs Sóla rennur út þann 15. ágúst 2017. Framlengist samningurinn um 5 ár ef honum er ekki sagt upp með 6 mánaða fyrirvara.

 

Í samræmi við innkaupareglur og viðskiptahætti Vestmannaeyjabæjar samþykkir bæjarrráð að segja upp núverandi samningi við Hjalla um rekstur Sóla og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við fyrirtækið um forsendur áframhaldandi viðskipta og samvinnu.

 

   

2.  

201701057 - Óskað tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

 

Erindi frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu dags. 12. janúar s.l. þar sem farið er þess á leit að Vestmannaeyjabær tilnefni tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara í skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

 

Bæjarráð samþykkir að skipa Trausta Hjaltason og Guðjón Örn Sigtryggson sem fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í skólanefnd og til vara þau Pál Marvin Jónsson og Sigurlaugu Böðvarsdóttir.

 

   

3.  

201701063 - Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga

 

Erindi frá félagi fagfólks í frítímaþjónustu þar sem óskað er eftir 400.000 kr. styrk frá Vestmannaeyjabæ sem lið í að klára fjármögnun á grunnnámskeiði fyrir æskulýðsstarfsfólk sem byggir á helstu áhersluþáttum úr tómstunda-og félagsmálafræði sem kennd er við HÍ í bland við hagnýta fræðslu sem starfsfólk getur nýtt í starfi.
Vestmannaeyjabær mun fá fullan aðgang að námskeiðinu sem og matstækinu þegar því lýkur.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017. Eftir sem áður er bæjarráð opið fyrir því að kaupa aðgengi fyrir sitt fagfólk að viðkomandi námskeiðum og faggögnum þegar slíkt liggur fyrir enda verði þá búið að gera ráð fyrir slíkum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar.

 

   

4.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamáls var færð í sérstaka samingamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.35

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159