16.01.2017

Umhverfis- og skipulagsráð - 260

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 260. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 16. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201603056 - Deiliskipulag á athafnasvæði A-2.
Fyrir liggur tillaga deiliskipulags á athafnasvæði A-2 sem unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. Skipulagssvæðið nær yfir lóðir á athafnasvæði vestan við Hlíðarveg og Strandveg og næsta nágrenni upp af lóðunum í átt að Hánni og nálægu óbyggðu svæði.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201612014 - Strandvegur 26. Umsókn um niðurrif.
Örvar Arnarson f.h. Ísfélags Vestmannaeyja sækir um niðurrif á húsnæði Ísfélagsins að Strandveg 26.
 
Ráðið heimilar niðurrif húsnæðis en gerir kröfur um að frágangur sé viðunandi og öryggis-og heilbrigðis kröfum sé fylgt.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
3. 201701014 - Strandvegur 30. Umsókn um stækkun lóðar.
Lagt fram erindi lóðarhafa Strandvegi 30, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar sbr. innsend gögn dags. 6. jan. 2017.
 
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem umsókn samræmist ekki skipulagi svæðis.
 
 
 
4. 201701005 - Vestmannabraut 24. Umsókn um byggingarleyfi.
Lagt fram erindi Hafþór Halldórssonar dags. 3. jan. 2017. Sótt er um leyfi fyrir útlitsbreytingum á suðurhlið og leyfi fyrir að breyta notkun eignarhluta 218-4966 úr verslunarhúsnæði í orlofsíbúð sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
5. 201701039 - Fyrirspurn. Dverghamar 8 og 10. Stækkun bílskúra.
Lögð fram fyrirspurn frá Tryggva Sigurðssyni Dverghamar 8 og Óskari Ólafssyni Dverghamar 10. Óskað er eftir að stækka bílskúra til austurs sbr. innsend gögn.
 
Ráðið er hlynnt erindinu.
 
 
 
6. 201612028 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Lagnaskurður frá Hlíðarvegi 4 að Kirkjuvegi 99.
Tekið fyrir að nýju erindi um lagnaleið frá frá Hlíðarvegi 4 að Kirkjuvegi 99. Ívar Atlason f.h. HS-Veitna ehf. og Vestmannaeyjabæjar óskar eftir að breyta fyrirhugaðri lagnaleið sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. 201610062 - Fráveita frá Botni að útrás Eiði
Tekið fyrir að nýju erindi um lagnaleið frá frá Hlíðarvegi 4 að Dælustöð á Eiði. Ívar Atlason f.h. HS-Veitna ehf. og Vestmannaeyjabæjar óskar eftir að breyta fyrirhugaðri lagnaleið sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
8. 201612008 - Gjaldskrá skipulags- og byggingamála og tengd þjónustugjöld.
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fyrir ráðið breytingar á gjaldskrá fyrir skipulags-, byggingarmál og tengd þjónustugjöld.
 
Ráðið samþykkir breytingar á gjaldskrá.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159