16.01.2017

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 
 Náttúrustofa Suðurlands   -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands  - NS- 16. janúar 2017, kl. 13.00

Fundurinn er haldinn  fundarsal á 3ju hæð  í  húsnæði Þekkingarseturs Vm.  Strandvegi  50 Vm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form.,  Arnar Sigurmundsson(AS)  og Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ)  Á fundinn mættu einnig,  Ingvar Atli Sigurðsson, (IAS)  forstöðumaður NS og Páll Marvin Jónsson, (PMJ) framkvæmdastjóri ÞSV.

 

1.        mál.    Fundargerð síðasta fundar undirrituð  af öllum fundarmönnum.

 

2.        mál. Framlag  til  NS í fjárlögum 2017

Farið var yfir framlög til NS frá ríki og Vestmannaeyjabæ 2017. Fyrir liggur fyrir að í nýsamþykktum fjárlögum ríkisins fyrir  2017 er framlag til NS kr. 17,3 milljónir.

 

Í  drögun að fjárhagsáætlun NS  2017 er reiknað  fyrir 19,1 millj. kr. af fjárlögum  eða óbreyttri upphæð frá árinu 2016. Samkvæmt upplýsingum frá Ingvari  forstm. NS  munu forstöðumenn náttúrustofa funda með nýjum  umhverfisráðherra á næstunni  í þeim tilgangi að fá aukaframlag  vegna 2017  af sérstökum lið  líkt og gert var á síðasta ári.

 

Að  óbreyttu þýðir þetta lækkun  um 1,8 milljón kr.  frá ríki til NS  ásamt því að framlag Vestmannaeyjabæjar sem er 30% af ríkisframlaginu lækkar um kr. 500 þúsund.  Þetta þýðir lækkun um 2,3 milljónir.  Það er því mikilvægt að viðbótarframlagið fáist svo að hægt sé að halda uppi starfsemi samkvæmt  fjárhagsáætlun.

 

3.        mál. Fjárhagsáætlun NS 2017

Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir  2017 þar sem fram koma að helstu verkefnin eins og Lundahringurinn og Vöktun mælinga á Stórhöfða fyrir Veðurstofuna eru ekki inni í fjárhagsáætlun þar sem að þær upphæðir lágu ekki fyrir  þegar hún var gerð.  Gert er ráð fyrir að tekjur  af þessum verkefnum dekki  allan útlagðan kostnað.  Fram kom í máli forstm.  (IAS) að vöktun á Stórhöfða muni skila tekjum upp á 1,5 milljón fyrir 2017.

 

Samþykkt  að þegar og ef Veiðikortasjóður samþykkir að styrkja Lundahringinn líkt og undanfarin ár taki forstm.   saman ítarlega kostnaðar- og tímaáætlun þar sem útgjöld taka mið af framlögum Veiðkortasjóðs.  Reiknað er með að það verði í mars/apríl nk.

 

Rætt  var um  samning  við Umhverfisráðuneytið varðandi rannsóknir og vöktun í tengslum við friðlýsingu fuglabjarga í Eyjum.  Vestmannaeyjabær vill ná meiri sátt um friðlýsinguna meðal bæjarbúa og hagsmunaaðila áður en gengið verður frá samningum.  Vonir standa til um að hægt verði að fá niðurstöðu  fyrir sumarið 2017  en væntanlegur samningur hljóðar upp á 3 millj. kr. á ári  og skiptir því máli varðandi rekstur NSS.

 

Þjónustusamningur við ÞSV var ræddur og lagði  PMJ, frkvstj.  ÞSV fram uppl. varðandi, húsaleigu, ljós, hita, ræstingu, bókhald , fjármál  og aðra fyrir NS. Kostnaður NS   hækkar um 30 þús. kr. frá 1. Jan. sl.  vegna meira  umfangs  þjónustu verður  um 150 þús. á mánuði sem er töluvert hærra en upphafleg áætlun gerði ráð ráð fyrir.  Breytingin hefur í för með að nokkrir  útgjaldaliðir  lækki  eitthvað á móti.   Formanni stjórnar (RH) var falið að endurmeta þessa liði  ásamt opinberum framlögum  og senda á stjórn þar sem tekið er tillit til þessara breytinga.

      

4.        mál. Orlofsstaða starfsmanna.

Rædd voru orlofsmál starfsmanna NSS. Fundarmenn  voru sammála um að miða orlofsauka  einnig  við orlofstímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert sem  myndast við ákveðin verkefni, einkum  Lundahringinn. Samþykkt að orlofsauki /dagar sem  myndast vegna yfirvinnutíma/álags  starfsmanna NS í árlegum  Lundahring   taki mið af reglum um hámarksvinnutíma og hvíldartíma.  Fjárhagsáætlun  verkefnis verði kynnt ýtarlega fyrir stjórn NS  og stuðst verður við áætlunina við framkvæmd verkefnis . Þannig  verður réttur atvinnurekanda og  starfsmanna  NS skýr og litlar líkur á að upp safnist  margir  auka orlofsdagar  vegna yfirvinnu  sem  nær ómögulegt  að nýta á orlofsárinu.

 

5.        mál. Verkefnastaða   NS í  upphaf árs 2017.

PMJ sagði frá hugmyndum að verkefni sem tengist fuglamerkingum á Suðurlandi og Vestmannaeyjum í samstarfi við Náttúrustofu Suð-Austurlands. Fundarmenn voru sammála um að samstarf um slík verkefni við Nátt-suð-aust-  gæti aukið líkurnar á föstu stöðugildi sem gæti skipst á milli náttúrustofanna tveggja.  Jafnframt var ræddur sá möguleiki að sækja um í tímabundið verkefni til  Uppbyggingarsjóðs Suðurlands til merkingar á svartfugli í Elliðaey og farfuglum á meginlandinu. Einnig þar væri um samstarfsverkefni að ræða og það tengt í senn við atvinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu og  menningartengda ferðaþjónustu. Samþykkt var að IAS og PMJ fylgi  málinu eftir og undirbúi umsókn í Uppbyggingarsjóðs með Náttúrsustofu Suð- Austurlands.

 

Einnig voru rædd verkefni í tengslum við umhverfismat og hrunhættu. IAS var falið að kanna möguleika á fjármögnun verkefna í tengslum við hrunhættu og í samstarfi við PMJ að skoða hvort NSS geti nýst Merlin verkefninu eða Vestmannaeyjabæ við umhverfismat í tengslum við framkvæmdir í Klettsvíkin 

 

 

Fundi slitið kl. 14:20    - Páll Marvin Jónsson ritaði fundargerð.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159