11.01.2017

Framkvæmda- og hafnarráð - 199

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 199. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
11. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201612069 - Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Ljósleiðari í Herjólfsafgreiðslu.
Fyrir liggur umsókn um lagningu ljósleiðara frá Skildingavegi 5, að afgreiðslu Herjólfs á Básaskersbryggju skv. innsendum gögnum
Ráðið getur ekki orðið við erindinu fyrr en frágangi er lokið á þeim svæðum sem nú þegar eru í vinnslu hjá Mílu. Ráðið mun taka erindið fyrir að nýju þegar frágangi er lokið.
 
2. 201701008 - Gjaldskrá vegna mölunar
Fyrir liggur gjaldskrá vegna mölunar og efnissölu.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá
 
 
3. 201610062 - Fráveita frá Botni að útrás Eiði
Ívar Atlason fyrir hönd HS veitna og Ólafur Snorrasons fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar óska eftir breytingu á áður samþykktri lagnaleið vegna sjólagna og fráveitu. Leggja þarf lagnir með þekju í Botni Friðarhafnar.
Ráðið samþykkir breytingar á lagnaleið og vísar útgáfu framkvæmdaleyfis á Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
 
 
4. 201701013 - Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2017
Fyrir liggur ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
Að loknum fundi var haldið í vettvangsferð um athafnasvæði Vestmannaeyjabæjar
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159