11.01.2017

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 187

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 187. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

11. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201601006 - Sískráning barnaverndarmála 2016

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í desember

 

Í desember bárust 14 tilkynningar vegna 12 barna. Þar af voru 7 tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum og 7 vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra 12 barnanna voru til frekari meðferðar.

 

   

2.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.  

201611108 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

 

Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram til umræðu og samþykktar.

 

Ráðið samþykkir umræddar reglur.

 

   

5.  

201611071 - Beiðni um leigubílaþjónustu í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð hafnar erindinu á sömu forsendum og síðast sem er að það það fellur ekki undir reglur Vestmannaeyjabæjar um ferðaþjónustu.

 

   

                                                                                   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159