10.01.2017

Bæjarráð - 3041

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3041. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

10. janúar 2017 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201701036 - Fasteignagjöld 2017

 

Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði ellilífeyrisþega 70 ára og eldri.

 

Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Niðurfellingin nær til alls fasteignaskatts en sem fyrr verða áfram greidd þjónustugjöld af eignunum. Ekki verður þörf á að sækja um niðurfellinguna heldur kemur hún sjálfvirkt inn við álagningu.

Í samræmi við vilja hagsmunasamtaka eldri borgara fer Vestmannaeyjabær ofangreinda leið með það að markmiði að auðvelda eldri borgurum að búa sem lengst í eigin húsnæði. Þá er með þessu einnig reynt að mæta að hluta þeirri tekjuskerðingu sem eldri borgarar verða fyrir við starfslok. Það er mat bæjarráðs að í þessu sé bæði falin mannvirðing og aukið valfrelsi í húsnæðismálum auk þess sem þessi aðgerð ber með sér hagræðingu þar sem hún dregur úr þörf fyrir mjög kostnaðarfrek annarskonar húsnæðisúrræði.

Bæjarráð felur starfsmönnum að senda kynningarbréf til þeirra aðila sem niðurfellingin nær til.

 

   

2.  

201610036 - Stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum

 

Á 3036. fundi sínum sem fram fór 25.10. 2016 fól bæjarráð bæjarstjóra að sækja um stofnframlag til bygginga á íbúðum fyrir annarsvegar aldraða og hinsvegar fatlaða. Umsókn var í framhaldinu skilað inn og úthlutundarnefnd hefur yfirfarið umsóknina. Niðurstaða nefndarinnar var að samþykkja svohljóðandi styrkveitingu:

Samþykkt stofnframlag til bygginga á 4 til 6 íbúðum fyrir fatlaða: 40.341.392 kr. eða 25,9% af áætluðum stofnkostnaði.

Samþykkt stofnframlag til bygginga á 5 þjónustuíbúðum fyrir aldraða við Eyjahraun: 24.913.280 eða 21,5% af áætluðum stofnkostnaði.

Bæjarráð fagnar niðurstöðunni og felur bæjarstjóra að ganga til þeirra verka sem nauðsynleg eru til að undirbúa framkvæmdir.

 

   

3.  

201701026 - Samkomulag sveitarfélaga sem reka hjúkrunarheimili og gengist hafa undir rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og hyggjast gera samning á grundvelli samkomulags fjármála- og efnahagsráðherra og Sambands islenskra sveitarfélaga frá 28. október 2016.

 

Fyrir bæjarráði lá samkomulag sveitarfélaga sem reka hjúkrunarheimili og gengist hafa undir rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og hyggjast gera samning á grundvelli samkomulags fjármála-og efnahagsráðherra og Sambands islenskra sveitarfélaga frá 28. október 2016.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa undirritun samkomulagsins og veitir honum fullt umboð til samningsgerðar og undirritunar.

 

   

4.  

201701030 - Umsókn um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Brothers Brewery

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 9. janúar s.l. þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa The Brothers brewery vegna reksturs veitingastaðar að Vesturvegi 5.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku umhverfis rekstrarstaðarins og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi staðarins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur. 

   

5.  

201701035 - Þátttaka Vestmannaeyjabæjar í ITB-Internationaler Tourismus Börse Berlín.

 

Þátttaka Vestmannaeyjabæjar í ITB-Internationaler Tourismus Börse Berlín, árlegri ferða-og markaðskaupstefnu 7 .- 12. mars n.k. í Berlín.

 

Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir greinargerð um ráðstefnuna að henni lokinni.

 

   

6.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamála er færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.50
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159