30.12.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 259

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 259. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 30. desember 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201603056 - Deiliskipulag á athafnasvæði A-2.
Í framhaldi af bókun síðasta fundar er minnisblað skipulagsráðgjafa og skipulagsdrög lögð fyrir ráðið. Skipulagssvæðið nær yfir lóðir á athafnasvæði vestan við Hlíðarveg og Strandveg og næsta nágrenni upp af lóðunum í átt að Hánni og nálægu óbyggðu svæði.

Ráðið leggur til að eftirfarandi atriði verði hluti af tillögu deiliskipulags.
-eitt bílastæði verði fyrir hverja 250m2 húsnæðis á öllum lóðum.
-allar girðingar innan skipulagssvæðis verði háðar leyfi sveitafélagsins.
-sett skal kvöð um uppbrot í langhliðum nýbygginga sem snúa að Hlíðarvegi og Strandvegi, þ.e.a.s. á minst 5m. fresti með efnisvali, litum, inngangi eða gluggum.
-flatarmál- og rúmmálsaukning viðbygginga skal ekki fara yfir 15% nema að sérstakar aðstæður gefi tilefni til þess.
-nýtingarhlutfall lóða skal ekki fara yfir 1,0
 

 
2. 201612028 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Lagnaskurður frá Hlíðarvegi 4 að Kirkjuvegi 99.
Ívar Atlason f.h. HS-Veitna og Vestmannaeyjabæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagnaskurði frá Hlíðarvegi 4 að Illugagötu, þaðan að Kirkjuvegi og austur að kyndistöð Kirkjuvegi 99.
 
Ráðið samþykkir eftirfarandi framkvæmdatímabil, frá 2/1-31/5 2017, sé verki ekki lokið er heimilt að hefja framkvæmdið að nýju þann 10/8 2017.
Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Ráðið áréttar að framkvæmdir skulu ekki dragast umfram veitt tímamörk og felur framkvæmdastjóra sviðsins eftirfylgd málsins.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
3. 201612012 - Ægisgata 2. 4h. Umsókn um niðurrif.
Stefán Þór Lúðvíksson f.h. Fiskiðjunar fasteignafélags ehf. sækir um leyfi fyrir rífa 4 hæð Fiskiðjunar í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum.
 
Ráðið heimilar niðurrif á 4. hæð Fiskiðjunnar en gerir kröfur um að frágangur sé viðunandi og öryggis-og heilbrigðis kröfum sé fylgt.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 

4. 201612035 - Míla ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja á Vesturvegi sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
5. 201612055 - Gerðisbraut 6-8. Umsókn um lóð.
Jóhannes Óskar Grettisson og Elín Leifsdóttir sækja um lóð nr. 6-8 við Gerðisbraut og óska eftir að skilmálum lóðar verði breytt m.t.t byggingar einbýlishúss á lóðinni.
 
Ráðið er hlynnt úthlutun lóðar og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að vinna breytingar á skipulagi lóðar og leggja fyrir ráðið.
 
 
 
6. 201610058 - Ofanbyggjaraland. Samningar.
Skipulags-og byggingarfulltrúi leggur fyrir ráðið hnitsett lóðarblöð fyrir eftirfarandi lóðir.
160208 Suðurgarður
160201 Eystra-Þorlaugargerði
160209 Vestra-Þorlaugargerði
177169 Skátastykki
 
Ráðið leggur til við Bæjarstjórn að gerður verði sérstakur lóðarleigusamningur um allar fasteignir á lóðunum sem skráðar eru í fasteignamati og sérstakur túnasamningur um löndin að öðru leyti. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að senda framlögð lóðarblöð til lóðarhafa með sex vikna frest til andmæla.
 
 
 
7. 201612073 - Eyjahraun 1. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi um viðbyggingu við þjónustuíbúðir aldraða í Eyjahrauni 1 og tengibyggingu að Hraunbúðum. Ólafur Þór Snorrason f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi og óskar eftir breytingum á skipulagi svæðis sbr. fyrirliggjandi teikningar frá Gylfa Guðjónssyni Arkitekt.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Hrauntúni 2,4,6,8,10,12,14 og 16. Bessahraun 2 og 4.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159