21.12.2016

Bæjarstjórn - 1518

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1518. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

21. desember 2016 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Leitað var afbrigða með að taka inn fundargerð bæjarráðs nr. 3040 frá 21. desember og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.  

201609028 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2017

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Fyrir bæjarstjórn lá endurskoðuð fjárhagsáætlun þar sem búið er að gera ráð fyrir nýjum samningum við kennara. Hin endurskoðaða fjárhagsáætlun gerir þannig ráð fyrir hagræðingu upp á 68.600.000 en áætlað er að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna fyrrgreindra kjarasamninga liggi nærri 67.000.000.
Þær tillögur sem hér eru lagðar fram felast í hagræðingu í rekstri upp á um 42.900.000 auk þess sem tekjur verða auknar um 25.700.000. Samtals gerir það um 68.600.000.
Tillögurnar eru eftirfarandi:
Opin svæði: gerð er tillaga um að lækka liðinn „opin svæði“ um 6.000.000.
Niðurrif húsa: Liðurinn niðurrif húsa verði lækkaður um 5.000.000.
Hækkun á gjaldskrá sundlaugar: Gerð er tillaga um að gjaldskrá sundlaugar taki þeim breytingum að einstök skipti verði hækkuð en verðum vegna forsölukorta og árskorta verði haldið óbreytt. Í tillögunni felst að stakur miði í sund fyrir fullorðna hækki úr 600 kr. í 900 kr. og leiga á sundfatnaði og handklæðum fari úr 600 kr. í 900 kr.
Hækkun á útsvari: Í dag er útsvarsprósenta 14,36%. Lagt er til að útsvarsprósentan verði hækkuð í 14,46%. Tillagan skilar 15.000.000.
Hækkun á gjaldskrá skólamatar: Lagt er til að gjald fyrir skólamat verði hækkað úr 457 kr. í 485 kr. fyrir börn í 1. til 6. Bekk og úr 518 kr. í 549 kr. hjá 7. til 10. bekk.
Hækkun á fasteignagjöldum: Á seinustu árum hafa fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hækkað verulega vegna hækkunar á fasteignamatsverði. Ekki er talið ráðlegat að breyta álagningu vegna íbúðarhúsnæðis. Hinsvegar er lagt til að önnur fasteignagjöld verði hækkuð úr 1,55% í 1,65%. Tillagan skilar um 9.000.000
Hækkun á gjaldskrá vegna tónlistanáms fullorðna: Gerð er tillaga um að gjaldskrá tónlistaskóla taki þeim breytingum að gerður verði greinarmunur á tónlistarnámi fullorðina og barna þannig að fullorðnir greiði 10% hærri gjöld en börn.
Almennur rekstur: Hagrætt verði um 7.200.000 í almennum rekstri fræðslumála.
Fjöldi í bekkjum: Lagt er til að miðað verði við hámarksviðmið í bekk sem hér segir; 22 nemendur í 1. - 3. bekk og í 5. bekk en 25 nemendur í öðrum árgöngum. Við þetta fer meðalfjöldi í bekk 19 í stað 17 nemendur.
Elliði Vignisson (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)

Bæjarstjórn samþykkti tillögurnar með sjö samhljóða atkvæðum, en áréttaði að breyting á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 hafi ekki áhrif á ákvarðanir um þjónustuaukningu svo sem frístundastyrk, heimagreiðslur, fjölgun leikskólaplássa ofl.

Gengið var til atkvæða um fjárhagsáætlun ársins 2017 og niðurstöður hennar:
Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2017:

Tekjur alls kr. 3.678.662.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 3.750.528.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð kr. 53.181.000
Veltufé frá rekstri kr. 482.065.000
Afborganir langtímalána kr. 26.584.000
Handbært fé í árslok kr. 2.866.634.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2017:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 38.708.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, kr. 794.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, kr. 0
Náttúrustofa Suðurlands kr. 0
Hraunbúðir, hjúkrunarheimili, kr. 0
Heimaey - kertaverksmiðja, kr. 0
Veltufé frá rekstri kr. 140.876.000
Afborganir langtímalána kr. 29.373.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2017:

Tekjur alls kr. 4.624.696.000
Gjöld alls kr. 4.635.128.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 92.683.000
Veltufé frá rekstri kr. 622.941.000
Afborganir langtímalána kr. 55.957.000
Handbært fé í árslok kr. 2.866.634.000

Fjárhagsáætlun ársins 2017 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.  

201611006 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2018-2020

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2018-2020 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.  

201010070 - Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands.

 

Fundargerð stjórnar NS frá 8. desember s.l.

 

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201611011F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 185 frá 30. nóvember s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201611008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 258 frá 14. desember s.l.

 

Liðir 1, 2 og 3 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 4-11 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 4-11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201612002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 186 frá 14. desember s.l.

 

Liður 4 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-3 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201611009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 198 frá 15. desember s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæða.
Liðir 2-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201612003F - Fræðsluráð nr. 291 frá 15. desember s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201612007F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3040 frá 21. desember s.l.

 

Liðir 1-9 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 8 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 9 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður haldinn 26. janúar 2017.

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.22

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159