21.12.2016

Bæjarráð - 3040

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3040. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

21. desember 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201612051 - Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016.

 

Bæjarráð fjallaði um gjaldaliði yfirstandandi árs. Fyrir liggur að rekstrarkostnaður og þá sérstaklega launakostnaður hefur þróast verulega umfram það sem gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar sem unnin var í lok árs 2015. Þannig má gera ráð fyrir að launakostnaður verði amk. 178,5 milljónum umfram hjá samstæðu og þar af 79,5 milljónir hjá A-hluta.
Alls má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður samstæðu fari um 290,5 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í árslok 2016.
Tekjur ársins hafa einnig verið umfram það sem gert var ráð fyrir og má búast við að umframtekjur nemi um 250 milljónum hjá samstæðu og þar af um 150 hjá A-hluta. Rekstarniðurstaða ársins lækkar því umtalsvert og verður um 101 milljón og þar af um 74 milljónir hjá A-hluta.
Ekki er um að ræða breytingar á heildar fjárfestingum ársins en gert er ráð fyrir tilfærslu milli liða. Til að mynda eykst fjárfesting hjá hafnarsjóði um 20 milljónir og fráveitu um 25 milljónir en á móti kemur að að tilfallinn kostnaður á árinu vegna annarra framkvæmda hefur verið lægri. Heildar framkvæmdakostnaður hjá eignarsjóði verður því innan við það sem gert var ráð fyrir þótt tilfærsla verði milli liða.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

 

   

2.  

201611098 - Álagning útsvars fyrir árið 2017.

 

Bæjarráð samþykkir að álagt útsvar fyrir árið 2017 verði 14,46% en hámarksútsvar er 14,48%. Um er að ræða hækkun á útsvari frá árinu 2016 um tæpt 1%. Um leið samþykkir bæjarráð óbreytt fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði en í fyrra voru þau lækkuð úr 0,42% niður í 0,35% en hámarks fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði eru 0,5%. Þar með lækkðu fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum um 16,7%. Þá samþykkir bæjarráð að hækka “önnur fasteignagjöld? úr 1,55% í 1,65%.

 

   

3.  

201611097 - Álagning tekjustofna og gjaldskrá ársins 2017.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá vegna ársins 2017.

 

   

4.  

201609028 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2017

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Í framhaldi af afgreiðslu 1516. fundar bæjarstjórnar þar sem ákveðið var að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og gera ráð fyrir auknum launakostnaði vegna kjarasamninga við kennara lá endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir bæjarráði.
Bæjarstjóri fór yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu á fundi í bæjarstjórn sem haldinn verður síðar í dag.

 

   

5.  

201611006 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2018-2020

 

Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2018-2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn síðar í dag.

 

   

6.  

201612033 - Til umsagnar umsókn ÍBV um brennuleyfi fyrir áramótabrennu 31. desember kl. 17:00 í Gryfjunni við Hástein. Einnig leyfi fyrir þrettándabrennu þann 6. janúar kl. 19:30 á Malarvellinum við Löngulá.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 12. desember s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku umhverfis brennuna og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi staðarins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.

 

   

7.  

201612034 - Til umsagnar umsókn fyrir Dalhraun 6 v/ tímabundins áfengisleyfi fyrir Lundann vegna áramóta og þrettándagleði

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 12.desember s.l. þar sem fram kemur að óskað er eftir leyfi til að hafa Lundann opinn þann 01.01.2017 frá kl. 04:00-07:30.
Einnig lengri opnunartíma til kl. 05:00 þann 7. og 8. janúar í tengslum við Þrettándagleði IBV.

 

Bæjarráð heimilar lengri opnunartíma þann 1. janúar eða til kl. 06:00 Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu varðandi lengri opnunatíma þann 7. og 8. janúar 2017.

 

   

8.  

201612052 - Til umsagnar umsókn ÍBV Íþróttafélags um leyfi til að halda flugeldasýningu 6. janúar n.k. í tengslum við Þrettándagleði félagsins.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 10.desember s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi staðarins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.

 

   

9.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamála er færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.40

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159