15.12.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 198

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 198. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
15. desember 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
  
Dagskrá:
 
1. 201611101 - Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2017
Lögð fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum 2016. Sorphirðugjöld heimila hækka úr 15.495 kr í 16.502 sem gera 6,5%. Sorpeyðingargjöld heimila hækka úr 34.867 kr í 38.526. Heildar sorphirðu- og sorpeyðingargjöld heimila hækka um 5.088 kr milli áranna 2016 og 2017. Grunngjald fyrirtækja verður 31.157 kr á ári. Gjaldskrá vegna fyrirtækjasorps hækkar um 6,50%
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
Magn heimilissorps hefur aukist um 18,1% á milli ára og því nauðsynlegt að hækka gjöld um 4% umfram vísitöluhækkanir. Ráðið lýsir yfir ánægju með bætta flokkun sorps sem kemur í veg fyrir frekari hækkanir.
 
 
2. 201611102 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja 2017
Fyrir liggur gjaldskrá vegna þjónustu Slökkviliðs Vestmannaeyja 2017 en hækkun samsvarar launavísitölu sl. 12 mánuði.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
 
 
3. 201611103 - Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2017
Lögð fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2017. Hækkun nemur 2,1% í samræmi við vísitöluhækkanir.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir árið 2017 en hún gerir ráð fyrir að óbreyttu aflagjaldi en aðrir liðir hækki um 2,1% sem eru verðlagsbreytingar á yfirstandi ári.
 
 
 
4. 201612029 - Kæli- og löndunarlagnir í Friðarhöfn
Björgvin Björgvinsson fh. Ísfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar óskar eftir heimild til að leggja löndunar- og kælivatnslagnir í þekju Friðarhafnar skv. innsendum gögnum.
Ráðið heimilar framkvæmdir. Framkvæmdatími og verkhlutar skulu vera í samráði við starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
 
 
5. 201606074 - Dalhraun 3 - Hraunbúðir viðbygging
Fyrir lágu verkfundagerðir nr. 1 frá 25.okt, nr.2 frá 08. nóv og nr.3 frá 13.des. 2016 vegna viðbyggingar við Hraunbúðir
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
6. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir
Fyrir lá verkfundagerð nr, 23 frá 29. nóv 2016
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð en þar gerir verktaki ráð fyrir að utanhússframkvæmdum verði lokið 31.desember nk.
 
 
7. 201612039 - Upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar og Skipalyftan ehf.
Í tilefni af 35 ára afmæli Skipalyftunnar ehf. lét fyrirtækið útbúa heimildamynd um sögu fyrirtæksins og upptökumannvirkjanna.
Framkvæmda- og hafnarráð þakkar Skipalyftunni ehf fyrir þeirra framlag til varðveislu sögu Vestmannaeyjahafnar. Ný útkomin kvikmynd sem fyrirtækið lét gera í tilefni af 35 ára afmæli þess gerir vel skil aðdraganda og sögu upptökumannvirkja Vestmanneyjahafnar með skemmtilegum hætti.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159