14.12.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 258

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 258. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 14. desember 2016 og hófst hann kl. 8:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201608175 - Breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæði H-2.
Tekin fyrir að nýju breytingartillaga deiliskipulags á hafnarsvæði H-2. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðar og nýjum byggingarreit á lóð Skipalyftunar ehf. Kleifum 8.
Tillagan var auglýst frá 12/10 til 23/11 s.l.
Engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Ráðið samþykkir breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201611092 - Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting.
Fyrir liggur breytingartillaga deiliskipulags sem unninn er af skipulagshönnuðum Alta ehf.
Í tillögunni felst að skilmálar um hámarkshæð og heildarbyggingarmagn eftirfarandi húsa breytist þannig að;
Ægisgata 2
-sem fyrir er 17m. en verður heimilt að hækka í 17,75m. þar sem heildarbyggingarmagn verður 4900m2
 
Tangagata 10
-heimilt 14,2m. en verður heimilt að hækka í 17,75m. þar sem heildarbyggingarmagn verður 2510m2
 
Strandveg 30 (húshluti sem áður var Tangagata 12)
-heimilt 13,9m. en verður 17,75m. þar sem heildarbyggingarmagn verður 1520m2
 
Skv. tillögu verður því heimilt að reisa fimm hæða hús á lóðunum og verður hámarkshæð þeirra allra 17,75m. í samræmi við þaklínu Fiskiðjunar.
 
 
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
3. 201603056 - Deiliskipulag á athafnasvæði A-2.
Skipulagsdrög hafa verið auglýst og kynnt fyrir hagsmunaaðilum og lóðarhöfum.
Fyrir liggur bréf frá lóðarhafa Strandvegi 101.
 
Ráðið tekur undir sjónarmið bréfritara og felur Skipulagsfulltrúa framgang málsins.
 
 
 
4. 201603096 - Herjólfsdalur. Smáhýsi.
Í framhaldi af bókun síðasta fundar fer Skipulagsfulltrúi yfir niðurstöðu fundar með þrónuaraðila og næstu skref í ferli málins.
 
Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs lýsir yfir mikilli ánægju með það hvernig til hefur tekist með smáhýsin í Herjólfsdal og lýsir yfir vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samstarfi við rekstraraðila. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning við breytingar á deiliskipulagi svæðis í samráði við hagsmunaaðila.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Esther Bergsdóttir (sign)
Ingólfur Jóhannesson (sign)
 
Fulltrúi E-lista vísar í fyrri bókanir vegna málsins.
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
 
 
5. 201610064 - Stækkun til vesturs og breyting á flokkunarstöð
Jón Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi stækkun og breytingu á flokkunarstöð norðan við fiskimjölsverksmiðju sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur afstaða framkvæmda-og hafnarráðs frá 8 nóv. s.l.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
6. 201611064 - Hrauntún 59. Breytt notkun.
Erindi tekið fyrir að nýju eftir grenndarkynningu sem var án athugasemda.
Arnbjörg Harðardóttir sækir um leyfi til að staðsetja hárstofu í afmörkuðu rými í íbúðarhúsnæði sínu að Hrauntúni 59 sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. 201610040 - Búhamar 23. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um leyfi fyrir stækkun á sólstofu sbr. innsend gögn.
Erindið var sent til grenndarkynningar og barst ráðinu eitt bréf á kynningartíma.
 
Umhverfis-og skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu. Ráðið hefur þegar gefið leyfi til byggingar sólstofu við íbúðarhús og ljóst er að leyfi til stækkunar myndi m.a. skerða umferðaröryggi og slíkt getur ráðið ekki heimilað.
 
 
 
8. 201612006 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Fráveita frá Hlíðarvegi 4.
Ívar Atlason f.h. HS-Veitna og Vestmannaeyjabæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fráveitulagna frá Hlíðarvegi 4 að dælustöðu á Eiði sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir framkvæmdaleyfi.
 
 
 
9. 201611105 - Bréf til Skipulagsráðs.
Tekið fyrir bréf frá Þresti B. Johnsen dags. 25. nóvember s.l.
Óskar bréfritari eftir eftirfarandi:
a) Að byggja fjölbýli á lóð Sólhlíðar 17 upp á 5 hæðir
b) Að stækka Bárustíg 2 um 1-2 hæðir
c) Að gera nýbyggingu á lóð Skólavegs 7 upp á 5 hæðir ef
húsið verður rifið, til vara að gera viðbyggingu upp á 3 hæðir eins og húsið er.
d) Að fá leyfi aftur til byggingar í gryfjunni við Hástein.
 
Ráðið þakkar bréfið. Breytingar á eignum eru m.a. háðar skipulagi á hverju svæði fyrir sig og sækja þarf um þær formlega á þar til gerðum eyðublöðum. Ráðið vill einnig benda bréfritara á að aldrei hefur verið veitt leyfi til byggingar í gryfjunni við Hástein.
 
 
 
10. 201612017 - Brattagata 10. Umsókn um lóð
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um lóð nr. 10 við Bröttugötu.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. júní 2017. Umsóknargjald lóðar kr. 25.000.-
 
 
 
11. 201612018 - Strandvegur 30. Umsókn um byggingarleyfi
Daði Pálsson f.h. Vigtarinnar Fasteignafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fyrir fjölbýlishúsi með blandaðri notkun í Vigtarhúsi sbr. innsend gögn.

Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159