08.12.2016

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 
Stjórnarfundur í Náttúrustofu suðurlands 8. desember 2016. Fundurinn er haldinn í húsnæði Þekkingarsetursins við Strandveg.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, Arnar Sigurmundsson og Stefán Ó. Jónasson.

 

1.       Mál.

Farið yfir hlutverk og verksvið stjórnar NS.

Skv. lögum nr. 60 frá 1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur segir í 13. gr.

Frá hlutverki og verksvið stjórnar náttúrustofu:

Stjórn náttúrustofu ræður forstöðumann, fjallar um árlega fjárhagsáætlun fyrir stofuna og fylgist með fjárhag hennar og starfssemi.

 

2.       Mál.

Á fundinn komu Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins og Ingvar Atli Sigurðsson forstöðumaður.

Ingvar Atli fór yfir núverandi verkefnastöðu NS. Stærsta verkefnið er lundarannsóknir sem eru fjármagnaðar af Veiðikortasjóði, Skrofuverkefni, vöktun bjargfugla, skráning fugla og fleiri smærri verkefni.

Rætt var um möguleika á nýjum verkefnum 2017 og fyrir liggur eitt verkefni vöktun fyrir RHÍ sem felur í sér vikulegar ferðir í Stórhöfða til loftsýnatöku.

Fjárhagsáætlun NS 2017 og fjárframlög ríkisins til rekstursins úr fjárlagafrumvarpi 2017.

Farið var yfir fjárhagsáætlun 2017 sem Vestmannaeyjabær hefur lagt fram og þar er gert ráð fyrir að stofan sé rekin án halla.  Ekki liggur fyrir hvað Náttúrustofan fær af fjárlögum ríkisins 2017, en það mun liggja fyrir á næstu dögum.  Gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun að upphæðin af fjárlögum verði á svipuðum nótum og  á þessu ári eða um 19.100.000 kr.

 

3.       Mál.

Yfirferð á þjónustu-og samstarfssamningi NS, Vestmannaeyjabæjar og ÞSV.  Á næsta fundi stjórnar NS verður gengið frá þeim breytingum og tilfærslum sem nýr Þjónustu- og samstarfssamningur við ÞSV og tekur gildi frá 1. Janúar 2017 hefur í för með sér.  

 

4.       Mál.

Önnur mál.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16.35

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159