01.12.2016

Bæjarstjórn - 1516

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1516. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

1. desember 2016 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs.

 

Leitað var afbrigða með að taka inn fundargerð bæjarráðs nr. 3039 frá 1. desember og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.  

201609028 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2017

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlun. Í máli hans koma fram að við gerð áætlunarinnar eins og hún liggur fyrir hafi einungis verið gert ráð fyrir 1,4% rekstrarafgangi af sveitarsjóði eða 41 milljón. Hans mat sé að æskilegur rekstrarafgangur sem síðan sé nýttur til að mæta endurnýjun verkefna og fjárfestingum sé um 10 til 15%.

Fyrir liggur að ný undirritaður kjarasamningur við kennara leiðir til hækkunar launakostnaðar í grunnskólum uppá að minnsta kosti 57 milljónir króna og því ljóst að sú hækkun ein þurrkar upp allan rekstrarafgang sem áætlunin gerir ráð fyrir og myndi því halla á rekstur. við svo verður ekki búið.

Með hliðsjón af þeirri miklu kostnaðaraukningu sem til kemur verði samningar við kennara samþykktir, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra og öðrum embættismönnum sveitarfélagsins að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2017 og gera þar ráð fyrir allt að 57 milljóna hækkun sem mætt verði eftir atvikum með samdrætti í þjónustu og annarri hagræðingu um leið og horft verði til þess að auka tekjur af gjaldskrám og álagningu.

 

   

2.  

201611006 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2018-2020

 

-sÍÐARI UMRÆÐA-

 

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar í bæjarstjórn.

 

   

3.  

201406089 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Kosið í stjórn Náttúrustofu suðurlands, breyting á skipan í fræðsluráði og fjölskyldu-og tómstundaráði.

 

Stjórn NS skipa Rut Haraldsdóttir formaður, Stefán Ó. Jónasson og Arnar Sigurmundsson meðstjórnendur.
Trausti Hjaltason formaður víkur úr fræðsluráði og Birna Þórsdóttir tekur hans sæti og verður varaformaður. Hildur Sólveig Sigurðardóttir verður formaður ráðsins.
Birna Þórsdóttir varaformaður fjölskyldu- og tómstundaráðs víkur úr ráðinu og Trausti Hjaltason tekur hennar sæti og verður formaður. Páll Marvin Jónsson verður varaformaður.

 

   

4.  

201610008F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 256 frá 1. nóvember s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201611005F - Almannavarnanefnd nr. 1601 frá 2. nóvember s.l.

 

liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201611001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 197 frá 8. nóvember s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201611003F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3038 frá 15. nóvember s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201611004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 257 frá 22. nóvember s.l.

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201611007F - Fræðsluráð nr. 290 frá 28. nóvember s.l.

 

Liðir 3 og 5 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2,4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var samþykktur með 5 atkvæðum Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Stefán Óskar Jónasson greiddu atkvæði á móti og vísuðu í bókun Sonju Andrésdóttur úr ráðinu.
Liður 5 var samþykktur var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1,2 og 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.  

201611012F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3039 frá 1. desember s.l.

 

Liðir 1-11 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liðir 1-4 var frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.
Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 8 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 9 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 10 var samþykktur með sex atkvæðum, Páll Marvin Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Liður 11 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

 

   

 

 

 

Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 21. desember kl. 18. 00 á annarri hæð Landsbankans.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.43

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159