01.12.2016

Bæjarráð - 3039

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3039. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

1. desember 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201611098 - Álagning útsvars fyrir árið 2017.

 

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

   

2.  

201611097 - Álagning tekjustofna og gjaldskrá ársins 2017.

 

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

   

3.  

201609028 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2017

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Í máli hans koma fram að áætlunin gerði ráð fyrir einungis 1,4% rekstrarafgangi af sveitarsjóði eða 41 milljón. Ný undirritaðir kjarasamningar við kennara gerðu hinsvegar ráð hækkun launakostnaðar í grunnskólum upp á að minnstakosti 57 milljón króna kostnðarauka og því ljóst að sú hækkun ein þurrkar upp allan rekstrarafgang og myndar halla á rekstri.
Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu á fundi í bæjarstjórn sem haldinn verður síðar í dag.

 

   

4.  

201611006 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2018-2020

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Bæjarstjóri fór yfir þriggja ára fjárhagsáætlun, áranna 2017-2019.
Samþykkt var að vísa áætluninni til síðari umræðu á fundi í bæjarstjórn sem haldinn verður síðar í dag.

 

   

5.  

201611049 - Afnot af Þjónustuhúsi í Herjólfsdal fyrir gesti á smáhúsum leigutaka í Herjólfsdal

 

Drög að leigusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Friðarbóls um afnot af þjónustuhúsi í Herjólfsdal.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

   

6.  

201612002 - Yfirlýsing um forkaupsrétt og samkomulag um eignaskiptayfirlýsingu á efrihæð Strandvegs 30.

 

Um er að ræða samkomulag við Vigtina, fasteignafélag, um forkaupsrétt þeirra á aðliggjandi húsnæði á efrihæð Strandvegs 30. Samkomulagið er tilkomið til að tryggja sameiginlega hagsmuni er snúa að skipulagi íbúða á efrihæðum Vigtarhússins til að mynda vegna gluggasteningar og fl.

 

Bæjarráð samþykkir samkomulagið um forkaupsréttinn og eignarskiptaryfirlýsinguna.

 

   

7.  

201611022 - Tilboð varðandi íbúðamál í Vestmannaeyjum

 

Erindi frá Þresti B. Johnsen dags. 7. nóvember s.l. þar kemur fram að hann býður Vestmannaeyjabæ m.a.leiguíbúðir að Sólhlíð 17, íbúðir fyrir fatlaða að Bárustíg 2, sölu eigna til bæjarins og eða leigu, tilboð í makaskipti húsnæðis og Ráðhúss og að byggja á lóð að Skólavegi 7 íbúðir fyrir fatlaða.

 

Bæjarráð þakkar einlægan áhuga bréfritara. Fyrir liggur að Vestmannaeyjabær er ekki að stefna að því að byggja leiguíbúðir fyrir almennan markað enda miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á þeim vettvangi meðal einkaaðila. Einu leiguíbúðirnar sem stefnt er að falla annarsvegar undir málefni fatlaðra og hinsvegar undir málefni aldraðra. Þegar er hafin hönnun og undirbúningur að framkvæmdum við nýjar íbúðir fyrir aldraða við Eyjahraun. Hvað varðar íbúðir fyrir fatlaða þá er horft til samstarfs við framkvæmdaaðila á svokölluðum Ísfélagsreit. Í því samhengi var meðal annars farið í opna hugmyndasamkeppni. Vestmannaeyjabær mun því láta reyna á þann möguleika áður en aðrar ákvarðanir verða teknar.

Þá liggur einnig fyrir einlægur vilji Vestmannaeyjabæjar að eiga og hafa starfsemi í því húsnæði sem seinustu ár hefur hýst bæjarskrifstofur en var byggt sem spítali.

Að lokum er bréfritara bent á að lóðaumsóknir falla ekki undir bæjarráð heldur Umhverfis- og skipulagsráð og ber að beina umsóknum þangað á þar til gerðum eyðublöðum.

 

   

8.  

201611051 - Samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga við innleiðingu á nýju húsnæðisbótakerfi

 

Erindi frá Vinnumálastofnun þar sem fram kemur að Vinnumálastofnun er að taka upp nýtt húsnæðisbótakerfi en ný lög um húsnæðisbætur taka gildi frá 1. janúar 2017. Húsnæðisbótakerfið verður flutt frá sveitarfélögunum yfir til Vinnumálastofnunar og verður greiðslustofa húsnæðisbóta opnuð bráðlega og mun hún vera staðsett á Sauðárkróki.

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar

 

   

9.  

201611109 - Erindi frá Yrkjusjóði

 

Erindi frá Yrkjusjóði dags. 22. nóvember s.l. þar sem fram kemur að óskað er eftir stuðningi að lágmarki 150.000 kr. til kaupa á trjáplöntum til grunnskólabarna.

 

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar og vekur athygli á því að allur rekstur hvers árs er háður fjárhagsáætlun.

 

   

Páll Marvin Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

10.  

201609113 - Þekkingarsetur Vestmannaeyja óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að ÞSV gerist rekstraraðili að Náttúrustofu Suðurlands.

 

Fyrirliggjandi samkomulag milli ÞSV og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Náttúrustofu Suðurlands.

 

Bæjarráð samþykkir samningin enda liggur fyrir að fulltrúar umhverfisráðuneytisins gera ekki athugasemdir við samninginn og fyrirkomulag honum tengdum.

 

   

11.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamála er færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159