30.11.2016

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 185

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 185. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

30. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Hrönn Harðardóttir 2. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.  

201611108 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

 

Þann 16. júní 2016 samþykkti Alþingi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Gildistökudagur laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur.

 

Ein af breytingum sem fylgja nýjum lögum er að sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við námari reglur sem sveitarstjórn setur. Velferðarráðuneytið mun senda frá sér leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmda sérstaks húsnæðisstuðnings.
Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga er ætlað að lækka greiðslubyrgði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum: a) lágra tekna/lítilla eigna, b) þungrar framfærslubyrði og c) félagslegra aðstæðna.
Fjölskyldu- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra og yfirfélagsráðgjafa að útbúa drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

 

   

3.  

201611071 - Beiðni um leigubílaþjónustu í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð hafnar erindinu þar sem það fellur ekki undir reglur Vestmannaeyjabæjar um ferðaþjónustu.

 

   

4.  

201610075 - Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2017

 

Óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi Vestmannaeyjabæjar um rekstur Stígamóta.

 

Vestmannaeyjabær hefur átt gott samstarf við Stígamót í gegnum árin. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir 60.000 kr. styrk.

 

   

5.  

201611054 - Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2017

 

Kvennaathvarfið leggur fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2017. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir 60.000 kr. styrk.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.15

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159