28.11.2016

Fræðsluráð - 290

 
 Fræðsluráð - 290. fundur

 

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

28. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Stefán Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Hildur Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Ingibjörg Jónsdóttir og Þórey Ævarsdóttir sátu fundinn

 

Dagskrá:

 

1.  

201611087 - Fjárhagsáætlun 2017. Málaflokkur fræðslumála.

 

Framkvæmdastjóri fræðslumála greinir frá stöðu fjárhagsáætlunar málaflokksins.

 

Farið var yfir lykilstærðir og horfur í málaflokknum.
Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

2.  

201611104 - Skólalóðir GRV.

 

Stýrihópur sem stofnaður var í kjölfar úttektar Ráðrík á stöðu GRV í samræmdum prófum hefur hist til að fara yfir stöðu skólalóða GRV og skoðað hugsanlegar leiðir til úrbóta. Skólalóðirnar eru stór hluti af ímynd grunnskólans og þjóna jafnframt hlutverki sem opin leiksvæði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Ljóst er að ráðast þarf í umtalsverðar umbætur á skólalóðum GRV á næstu árum. Hins vegar eru lóðirnar stórar, verkið umfangsmikið og fjölþætt og því nauðsynlegt að skipta verkefninu niður í nokkur þrep eftir mikilvægi og möguleikum. Hópurinn hitti skólastjórnendur og aðra málsmetandi aðila vegna þessa í báðum skólabyggingum og hefur sent til framkvæmdastjóra fræðslusviðs þær ábendingar sem komu fram á þeim gagnlegu fundum. Á næsta ári er m.a. stefnt að því að skipta um gervigras á báðum sparkvöllum skólanna og koma fyrir gúmmímottum undir leiktæki.

Ráðið mælir með að framkvæmdastjóri fræðslusviðs í samstarfi við skólastjórnendur og tæknideild setji upp verk- og kostnaðaráætlun til næstu þriggja ára sem taki mið af því að bæta skólalóðir sveitarfélagsins.

 

   

3.  

201611095 - Bóka- og ritfangakostnaður vegna yngstu barna í GRV.

 

Á 286. fundi fræðsluráðs var fjallað um kostnað vegna námsgagna. Þar kom fram að mikilvægt væri að halda kostnaði í lágmarki. Þar var bent á að hjá GRV eru námsgögn keypt inn fyrir alla nemendur í 1. til 6.bekk með þeim tilgangi að lágmarka kostnað foreldra og hefur verið mikil ánægja með það fyrirkomulag. Stefnt er að því að umrætt fyrirkomulag verði fyrir alla bekki GRV.

Sonja Andrésdóttir fulltrúi E-listans óskar eftir að bóka: "Að sá bóka-og ritfangakostnaður, sem fallið hefur á foreldra barna á fyrsta ári í Grunnskóla Vestmannaeyja, verði þeim að kostnaðarlausu".

"Meirihluti fræðsluráðs er hlynntur því fyrirkomulagi sem viðhaft er í GRV vegna kostnaðar námsgagna og telur heppilegast að halda því áfram.

Trausti Hjalstason (sign), Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign), Sindri Haraldsson (sign) Silja Rós Guðjónsdóttir (sign)


 

   

4.  

201611094 - Fjölgun leikskólarýma og breytingar varðandi inntöku leikskólabarna yfir árið.

 

Á fundi í Bæjarstjórnar Vestmannaeyja nr. 1509 var lögð fram tillaga um opnun nýrrar leikskóladeildar. Framhald á málinu.

 

Markmið Vestmannaeyjabæjar hefur verið að öll börn 18 mánaða og eldri standi til boða leikskólapláss frá og með 1. september ár hvert. Það markmið hefur náðst og jafnvel lengra því börn sem urðu 18 mánaða eftir 1. september hafa komist inn í leikskóla eftir þennan tíma. Til að ganga enn lengra samþykkir fræðsluráð að gerður verði samningur við Sóla um kaup á auka leikskólarýmum til að getað tekið inn fleiri börn inn í leikskóla. Með þessari ákvörðun er hægt að taka inn fleiri börn í leikskóla og bæta við nýju inntökutímabili eftir áramótin við hið hefðbundna inntökutímabil. Ákvörðunin leiðir einnig til að ekki verður í bili þörf á að opna nýja leikskóladeild. Skólaskrifstofan fær heimild til að bæta við hámark dvalarrýma í Sóla og gert verður ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2017. Kostnaður vegna þessarar ákvörðunar er um 20,5 milljón.

 

   

5.  

200802069 - Sumarlokanir leikskóla.

 

Rætt var um möguleika á sveigjanlegri sumarlokun leikskólanna að ósk fulltrúa E-listans. Árið 2014 var ráðist í könnun meðal foreldra leikskólabarna um hentugasta tíma sumarlokana leikskóla og var júlí/ágúst oftast fyrir valinu. Í fyrra óskaði foreldrafélag leikskólabarna um vikuhliðrun á sumarlokun sem var samþykkt. Fjögurra vikna sumarlokun er sambærileg við fjölmörg önnur sveitarfélög, en slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér að skipulagning leikskólastarfsins er í fastari skorðum. Ef styttri lokun væri þyrfti að ráða afleysingafólk í meira mæli sem hefur reynst erfitt skv. skólastjórnendum. Jafnframt að slíkt fæli í sér minni gæði leikskólastarfsins ásamt auknum kostnaði við rekstur leikskólanna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunarvinnu. Lokun leikskólanna gefur líka möguleika á að fara í framkvæmdir innan veggja leikskólanna þegar þess gerist þörf. Hins vegar er vilji sveitarfélagsins að veita sem bestu mögulegu þjónustu og leggur fræðsluráð áherslu á að foreldrafélög leikskólanna eigi áfram í góðu samtali við leikskólastjórnendur og fræðsluráð hvað þetta málefni varðar.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159