22.11.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 257

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 257. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 22. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201603056 - Deiliskipulag á athafnasvæði A-2.
Fyrir liggur til kynningar tillaga deiliskipulags við Sprönguna. Tillagan er unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf.
 
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að kynna og senda tillögugögn deiliskipulags til lóðarhafa innan ramma skipulagsins.
 
 
 
2. 201609079 - Skipulagsmál við Vigtartorg.
Fyrir liggur minnisblað skipulagsráðgjafa er varðar breytingar á skipulagi. Fyrirliggjandi ert umsóknir lóðarhafa um breytingar á skilmálum byggingarreita að Tangagötu 10, Tangagötu 12 og Ægisgötu 2.
 
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingatillögu af skipulagi svæðis og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
 
 
 
3. 201611065 - Eiði 2. Bréf til Skipulagsráðs.
Tekið fyrir bréf frá Olíudreifingu er varðar skipulag á lóð fyrirtækisins á Eiði.
 
Ráðið hefur móttekið bréf lóðarhafa og tekur undir að jákvætt er að unnið verði deiliskipulag á lóðinni. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara um þá kosti sem eru í stöðunni.
 
 
 
4. 201607034 - Birkihlíð 11-17. Umsókn um stækkun lóða.
Frestað erindi frá 18 júlí 2016.
Tekin fyrir tillaga bréfritara af bílgeymslu á lóð nr. 15 við Birkihlíð.
 
Ráðið samþykkir stækkun lóða. Ráðið felur byggingarfulltrúa að útbúa nýja lóðarleigusamninga fyrir lóðirnar. Nýir lóðarleigusamningar skulu háðir útgáfu byggingarleyfis.
 
 
 
5. 201611072 - Helgafellsbraut 5. Umsókn um lóð
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um lóð nr. 5 við Helgafellsbraut.
 
Ráðið frestar erindinu til næsta fundar.
 
 
 
6. 201610059 - Skildingavegur 6B. Umsókn um byggingarleyfi
Flóvent Máni Theodórsson eigandi matshluta 0102 sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti fasteingar sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fasteign.
 
Ráðið frestar erindinu og felur framkvæmdastjóra umhverfis og framkvæmdasviðs að ræða við umsækjanda.
 
 
 
7. 201611064 - Hrauntún 59. Breytt notkun.
Arnbjörg Harðardóttir sækir um leyfi til að staðsetja hárstofu í afmörkuðu rými í íbúðarhúsnæði sínu að Hrauntúni 59 sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Hrauntúni 47-65.
Erindið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
 
 
 
8. 201603096 - Herjólfsdalur. Smáhýsi.
Umræður
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við rekstraraðila um framhald málsins og leggja fyrir næsta fund.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159