15.11.2016

Bæjarráð - 3038

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3038. fundur

 

haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu við Bárustíg 15.

15. nóvember 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

Páll Marvin Jónsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

1.  

201609113 - Þekkingarsetur Vestmannaeyja óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að ÞSV gerist rekstraraðili að Náttúrustofu Suðurlands.

 

Bæjarráð samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samkomulaginu um rekstur á Náttúrustofu Suðurlands.

 

   

2.  

201611042 - Ósk um styrk vegna jólatónleika þann 29. desember n.k.

 

Erindi frá Silju Elsabet Brynjarsdóttur og Alexander Jarl Þorsteinssyni þar sem þau óska eftir styrk vegna jólatónleika þann 29. desember n.k. í Eldheimum.

 

Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum gjaldfrjáls afnot af einhverjum þeim húsakynnum sem eru í eigu Vestmannaeyjabæjar.

 

   

3.  

201611043 - Til umsagnar umsókn fyrir Nemendafélag FÍV v/ skóladansleiks

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 14.11.2016

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku umhverfis samkomustaðarins og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi staðarins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159