08.11.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 197

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 197. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
8. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir 1. og 2. máli
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 3. máli
 
Dagskrá:
 
1. 201610064 - Stækkun til vesturs og breyting á flokkunarstöð
Fyrir lá erindi frá Vinnslustöðinni hf. um stækkun og breytingu á flokkunarstöð sbr. innsend gögn. Óskað er eftir afstöðu Framkvæmda- og hafnarráðs.
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhuguð byggingaráform enda hafa þau lítil áhrif á umsvif annarra á svæðinu. Ráðið bendir hinsvegar á að athafnasvæði við bryggjukanta er almennt af skornum skammti og nauðsynlegt að fara varlega í frekari skerðingu á því.
 
 
2. 201611003 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2017
Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2017 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 364 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði um 30 milljónir króna.
Ráðið samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2017 til seinni umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
 
 
3. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Farið yfir drög að endurbótum á skipulagi sorpmála. Miðast endurbætur við að á næsta ári þurfi að fara í framkvæmdir fyrir um 150 milljónir en það eru fyrstu tveir áfangar í framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum.
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir fyrirhugaðar aðgerðir og óskar eftir því að bæjarstjórn Vestmannaeyja tryggi við aðra umræðu um fjárhagsáætlun, fjármagn fyrir fyrstu tvo áfanga að upphæð kr 150 milljónir.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159