03.11.2016

Bæjarráð - 3037

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3037. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

3. nóvember 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Dagskrá:

 

1.  

201609028 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2017

 

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fundar síðar í dag.

 

   

2.  

201611006 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2018-2020

 

Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fundar síðar í dag.

 

   

3.  

201611009 - Stofnun starfshóps um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla á vegum Innanríkisráðuneytisins.

 

Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um starfshóp sem falið hefur verið að endurskoða rekstrarfyrirkomulag flugvalla. Tilgangurinn er að fara yfir kosti og galla mismunandi rekstrarfyrirkomulags flugvalla innanlands og gera tillögu að fyrirkomulagi sem eflir flugið sem samgöngumáta og stuðlar að hagkvæmum og skilvirkum flugsamgöngum.

Bæjarráð bendir viðkomandi starfshópi á að flugvöllurinn í Vestmannaeyjum gegnir ólíku hlutverki í einangraðri Eyjabyggð en í samfélögum sem hafa vegsamband allt árið. Til að mynda gegnir flugvöllurinn í Vestmannaeyjum lykilhlutverki í almannavörnum sem og hvað öryggi í heilbrigðismálum varðar með tilliti til sjúkflugs. Með það í huga samþykkir bæjarráð að skipa 3 manna starfshóp til að gæta hagsmuna Vestmannaeyja í þessari vinnu. Hópinn skipa Trausti Hjaltason, Birna Þórsdóttir og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.02

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159