02.11.2016

Almannavarnanefnd - 1601

 
 Almannavarnanefnd - 1601. fundur
 
haldinn í stjórnstöð almannavarnarnefndar við Faxastíg,
2. nóvember 2016 og hófst hann kl. 13:00
 
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir formaður, Ólafur Þór Snorrason, Jóhannes Ólafsson, Sigurður Hjörtur Kristjánsson, Arnór Arnórsson og Friðrik Páll Arnfinnsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201611085 - Útkall vegna yfirvofandi flugslyss 9.okt.sl.
Farið yfir viðbragð þegar útkall barst vegna lítillar flugvélar sem var í hremmingum austan við Eyjar. Lítilsháttar hnökrar voru varðandi boðun, skipulag talhópa og upplýsingagjöf.
Nú hefur öllum talhópum verið breytt og unnið er eftir nýju skipulagi. Á fundinum var farið yfir það skipulag. Nýir talhópar hafa verið settir inn í nýja viðbragðsáætlun og uppfærðir í flugslysa- og ferjuslysaáætlun. Farið var vel yfir talhópana og ákveðið að fulltrúar nefndarinnar fari yfir þá með sínu fólki. Í aðgerðum almannavarna eru samskipti viðbragðsaðila lykilatriði og því rík áhersla að allir séu vel upplýstir um hvaða talhópa ber að nota.
 
 
2. 201611083 - Eldgosavá í Kötlu
Farið yfir þær upplýsingar sem nefndinni bárust við jarðhræingar í Kötlu og mögulegt viðbragð.
Lögreglustjóri kynnti að fyrirhugað er að halda upplýsingafund 13. desember næstkomandi fyrir viðbragðsaðila um eldgosavá í Vestmannaeyjum og þá hættu sem gæti stafað hér af eldgosi í Kötlu, einkum með tilliti til öskufalls og hækkunar á yfirborði sjávar. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands munu kynna vinnu við hættumat við Vestmannaeyjar, stöðuna og hvaða ógnir gætu vofað yfir Eyjum vegna ofangreinds.
 
3. 201611082 - Sóttvarnaráætlun fyrir hafnir
Ólafur Þ Snorrason greindi frá þeirri vinnu sem farið hefur fram vegna sóttvarnaáætlana fyrir hafnir á Íslandi en Vestmannaeyjahöfn er neyðarhöfn og skipaafdrep skv. skilgreiningu laga. Sóttvarnaáætlun fyrir hafnir er unnin í samstarfi sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra og Hafnasambands Íslands. Fram kom að áætlunin er tilbúin til yfirlestrar og verður kynnt hlutaðeigandi þegar þar að kemur.
 
4. 201505003 - Viðbragðsáætlun fyrir Vestmannaeyjar
Farið var yfir áætlunina og þá vinnu sem unnin hefur verið. Lokahönd lögð á kafla um skipulag viðbragðsaðila. Nokkrir vinnufundir hafa farið fram og telur nefndin áætlunina tilbúna af sinni hálfu. Haldin var skrifborðsæfing og námskeið í aðgerðarstjórn 29. og 30. janúnar síðastliðinn sem nýttist vel í þessa vinnu. Áætlunin verður nú send almannavarnadeild til yfirlestrar.
 
 
5. 201611084 - Flugslysaæfing 2017
Lögreglustjóri kynnti að fyrirhugað er að halda flugslysaæfingu á Vestmannaeyjaflugvelli vorið 2017.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159