27.10.2016

Fræðsluráð - 289

 
 Fræðsluráð - 289. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. október 2016 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hildur Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Gestir fundarins voru Helga Kristín Kolbeins skólameistari FÍV og Drífa Þöll Arnardóttir kennari og starfsmaður Bókasafns Vestmannaeyja.

Gígja Óskarsdóttir varamaður í fræðsluráði sat fundinn. Auk þess Auðbjörg Jóhannsdóttir og Þórey Svava Ægisdóttir

 

Dagskrá:

 

1.  

201610076 - Námsstaða nema við upphaf framhaldsskólagöngu.

 

Helga Kristín Kolbeins skólameistari FÍV greinir frá námsstöðu nemenda við upphaf framhaldsskólagöngu.

 

236 nemendur stunda nú nám við FÍV, þar af eru 49 nýnemar. Miklar breytingar hafa átt sér stað síðustu misseri vegna styttingar framhaldsskólanáms úr fjórum árum í þrjú. Þeir nemendur sem standast ekki viðmið til að komast í nám til stúdentsprófs hefja nú nám á framhaldsskólabrú. 19 af 49 nýnemum stunda nú nám á framhaldsskólabrú sem er undanfari stúdentsprófs. Fræðsluráð þakkar Helgu Kristínu fyrir greinargóða kynningu.

 

   

2.  

201603002 - Samstarf Bókasafns Vestmannaeyja, Grunnskóla Vestmannaeyja og Rauða krossins um lestraraðstoð við börn af erlendum uppruna.

 

Drífa Þöll Arnardóttir starfsmaður Bókasafnsins segir frá samstarfsverkefni um lestraraðstoð við börn af erlendum uppruna.

 

Samstarfsverkefnið "Lestur við sama borð" hefur nú staðið yfir síðan í janúar 2016 og gefið góða raun. Fræðsluráð fagnar þessu ánægjulega og mikilvæga samstarfsverkefni og þakkar Drífu Þöll fyrir greinargóða kynningu.

 

   

3.  

201003049 - Skólanámskrár leikskólanna.

 

Skólastjórnendur leikskólanna kynntu drög að námskrám sem verða settar inn á heimasíður skólanna. Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

4.  

201411027 - Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum.

 

Greint frá helstu niðurstöðum málþroskaskimana meðal yngstu nemenda í GRV.

 

Niðurstöður hljóm hjá 5 ára börnum síðustu sex ár (2011 til 2016) sýna ánægjulega þróun. Árangur eykst eftir því sem árin líða. Árið 2011 mældist 6% árgangsins með góða færni. Í október 2016 er hlutfallið komið upp í 37%.

Boehm prófið metur hugtakaskilning barna í 1. bekk. Þar er nemendum raðað í fjóra færniþætti A (0-3v), B (4-13v), C (14-19v) og D 20v eða fleiri. Meðal villufjöldi á þessu ári var 9,6 villur en meðalvillufjöldi almennt er 8,9 villur.

Niðurstöður þessara skimana eru nýttar til samráðs og aðgerða í skólanum í samræmi við þarfir nemenda. Þær eru kynntar fyrir foreldrum og þeim jafnframt veitt ráðgjöf um hvað þeir geta gert heima fyrir til að efla málþroska og hugtakaskilning barna sinna.

Skimanir í stærðfræði og lestri/lesskilningi hafa verið lagðar fyrir í 6. og 9. bekk og hafa niðurstöður verið kynntar fyrir forráðamönnum ásamt aðgerðaráætlun í skólanum til að þjálfa nemendur í því sem betur má fara.

 

   

5.  

201006035 - Umsókn um styrk fyrir haustþing KV

 

Umsókn um styrk vegna haustþings 2016

 

Fræðsluráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr 50.000 krónur til að mæta kostnaði vegna haustþings.

 

   

6.  

201004011 - Samræmd könnunarpróf.

 

Sigurlás Þorleifsson skólastjóri GRV greinir frá fyrstu niðurstöðum samræmdra prófa 2016.

 

Fyrstu niðurstöður hafa borist og verða nú kynntar fyrir kennurum, nemendum og foreldrum á næstu dögum. Fræðsluráð mun fjalla nánar um málið á næsta reglulega fundi.

 

   

7.  

201608142 - Dagvistun í heimahúsum

 

Umsókn um leyfi til að gerast dagforeldri í heimahúsi.

 

Olga M Gomes Santos Costa sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi. Fræðsluráð samþykkir að Olga fái bráðabirgðaheimild í eitt ár fyrir eitt barn þegar skilyrðum reglugerðar um aðbúnað og öryggismál hefur verið fullnægt.

 

   

8.  

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Eitt trúnaðarmál tekið fyrir.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.35

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159