26.10.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 196

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 196. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
26. október 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Stefán Ó Jónasson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Sigurður Smári Benónýsson sat fundinn undir 1.máli
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir 1. og 2. máli
Hafþór Halldórsson sat fundinn undir 3.máli
 
Dagskrá:
 
1. 201610057 - Malarnám í Skansfjöru.
Steini og Olli ehf óska eftir svæði fyrir malarnám í Skansfjöru sbr. innsend gögn. Erindi vísað til Framkvæmda- og hafnaráðs frá Umhverfis- og skipulagsráði. Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi breytingar á Aðalskipulagi og efnistökusvæðum.
Ráðið gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að geta geymt efni á svæðinu. Núverandi ástand er þó ekki boðlegt, sérstaklega með tilliti til aðkomu að svæðinu. Ráðið felur starfsmönnum að vinna að tímabundinni lausn fyrir bréfritara meðan unnið er nýtt Aðalskipulag.
 
 
2. 201610026 - Komur skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja 2016
Andrés Þ Sigurðsson fór yfir komur skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja 2012-2016 og fyrirséða aukningu. Fram kom í máli Andrésar að von væri á rúmlega 50 skipum til Vestmannaeyja sumarið 2017.
Ráðið þakkar Andrési kynninguna en ljóst er að vandamál geta skapast í starfsemi hafnarinnar þegar fjöldi skemmtiferðaskipa er orðinn slíkur sem stefnir í og þarf að skoða framtíðina í því samhengi.
 
 
3. 201403012 - Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum
Hafþór Halldórsson verkefnastjóri fór yfir stöðu mála varðandi framtíðarlausn í sorpmálum Vestmannaeyja. Fram kom að ýmsar útgáfur að brennslum eru í boði sem og margar lausnir. Von er á að hægt verði að leggja fram kostnaðartölur á næsta fundi ráðsins.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
4. 201610062 - Fráveita frá Botni að útrás Eiði
Framkvæmdastjóri kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir í Botni við nýja fráveitulögn. Fram kom að verkið er unnið á samráði við HS veitur sem þurfa að leggja affalsslagnir vegna varmadælu sömu leið.
Ráðið samþykkir að farið verði í fráveitulögn frá Friðarhafnarskýli vestur fyrir Botninn út að Eiði í samráði við HS-veitur
 
 
5. 201610063 - Salerni og kamrar
Á árinu var lokið við byggingu salernis á Vigtartorgi og einnig voru keyptir færanlegir kamrar sem nýtast við hin ýmsu tækifæri. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að erfitt væri að fá leigða karma og/eða salerni vegna aukins fjölda ferðamanna og ágangs á ferðamannastaði á Íslandi. Því hafi Vestmannaeyjabæ verið nauðugur einn kostur að fjárfesta í slíku. Heildarkostnaður við salerni var 4,2 milljónir króna og kostnaður vegna kamra nam um 3,3 milljónum króna.
 
 
6. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir
Fyrir lá verkfundagerð nr. 22 frá 26.sept. sl.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
7. 201610078 - Samkomulag um skipulagsmál milli VSV, ÍV og Vestmannaeyjabæjar
Fyrir ráðinu lá viðauki við fyrra samkomulag Vestmannaeyjabæjar, Ísfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvar Vestmannaeyja er varðaði; a) dómsmál það, sem rekið var á milli aðila fyrir Héraðsdómi Suðurlands, og b) framtíðarskipulag á hafnarsvæði H-1.
 
Í viðaukanum er sú breyting gerð á fyrra samkomulagi að fellt er út sú framkvæmd að fylla upp í svokallaðan pytt í Friðarhöfn og þess í stað örugg og greið umferð tryggð um vinnusvæðið með því að merkja þar aksturslínu til samræmis við það sem er við vesturkant Friðarhafnar. Jafnframt er kveðið á um að löndunarstútar Ísfélags verða ekki staðsettir við suðurkant Friðarhafnar heldur vesturkant og skulu stútarnir lagðir í jörðu.
 
Þá felur viðaukinn einnig í sér ákvörðun allra aðila um að taka til framkvæmda niðurrif á núverandi húsnæði Ísfélags við Strandveg 26 sem og austurhúsi Fiskiðjunnar sem er í eigu Vinnslustöðvar Vestmannaeyja.
Ráðið fagnar þessum viðauka og samþykkir hann fyrir sitt leyti.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159