26.10.2016

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 183

 

 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 183. fundur

 

 

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

 

26. október 2016 og hófst hann kl. 16:00

 

 

 

 

 

Fundinn sátu:

 

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Sólrún Erla Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.

 

 

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

 

 

Silja Rós yfirgaf fundinn eftir 2. mál.

 

Sólrún Erla sat fundinn í málum 3 til 7.

 

Guðrún yfirgaf fundinn eftir 3. mál.

 

 

 

Dagskrá:

 

 

 

1.  

201601006 - Sískráning barnaverndarmála 2016

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í september

 

Í september barst 21 tilkynning vegna 11 barna. Þar af voru 7 tilkynningar vegna vanrækslu á barni og 14 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 10 barna af 11 voru til frekari meðferðar.

 

   

2.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

201610071 - Kynning á ýmsum breytingum er varða húsnæðismál

 

Kynning á ýmsum breytingum er varða lög og reglur um húsnæðismál.

 

Framkvæmdastjóri sviðs kynnti ýmsar breytingar er standa yfir í húsnæðismálum og varða m.a. ný lög um almennar íbúðir (nr. 52/2016), reglur um leigufjárhæð í íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, húsaleigubætur og sérstaka húsaleigubætur og reglur um úthlutun á íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga. Fyrir liggur að húsaleigubætur munu flytjast yfir til ríkisins um næstu áramót en beðið er eftir leiðbeindandi reglum velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning.

 

   

4.  

201610072 - Rammasamningur SÍ um þjónustu hjúkrunarheimila

 

Kynning á nýjum rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu hjúkrunarheimila.

 

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við SÍ byggt á umræddum rammasamningi.

 

   

5.  

200811057 - Hraunbúðir

 

Framkvæmdastjóri sviðs og rekstrarstjóri Hraunbúða kynna rekstur og stöðu framkvæmda á Hraunbúðum.

 

Unnið er að ýmsum breytingum og gæðastöðlum á Hraunbúðum sem auka á öryggi og þjónustu við heimilismenn. Framkvæmdir við stækkun Hraunbúða eru hafnar, unnið er að því að endurnýja bjöllukerfi stofnunarinnar og á næstu dögum verður farið í breytingu á dagdvölinni.

 

   

6.  

201610073 - Þjónustuíbúðir fyrir aldraða og breyting á dvalarrýmum á Hraunbúðum

 

Kynning á áætlun um að fjölga hjúkrunarrýmum á Hraunbúðum á kostnað dvalarrýma og aðgerðum þeim samhliða.

 

Ráðið samþykkir að farið verði fram á við ríkið að hjúkrunarrýmum á Hraunbúðum verði fjölgað með því að breyta dvalarrýmum í hjúkrunarrými. Einnig að Eyjahrauni 1 - 6 verði breytt í þjónustuíbúðir með tengibyggingu við Hraunbúðir. Samhliða verði Eyjahraun 1 - 6 stækkað um fimm nýjar íbúðir. Breytingin á Eyjahrauni mun ekki hafa áhrif á núverandi íbúa.

 

   

7.  

201609132 - Bréf frá stjórn Alzheimer stuðningsfélagi í Vestmannaeyjum

 

Stjórn Alzheimer stuðningsfélags í Vestmannaeyjaeyjum óskar eftir upplýsingum varðandi nýbyggingu við Hraunbúðir. Óskað er eftir upplýsingum um fyrirkomulag teikninga og hvaða hugmyndafræði er áætluð til að bæta lífsgæði og tryggja velferð einstaklinga sem nýta munu væntanlega byggingu. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort leitað hafi verið eftir ráðgjöf frá fagaðilum með sérþekkingu á hjúkrun fólks með Alzheimer og skyldra sjúkdóma.
Ráðið þakkar stjórn Alzheimer stuðningsfélags í Vestmannaeyjum fyrir innsent bréf.
Varðandi hönnun og teikningu viðbyggingar við Hraunbúðir er stuðst við byggingareglugerðir og viðmiðanir frá landlækni um stærð og gerð rýma á hjúkrunarheimilum.
Viðkomandi stækkun Hraunbúða er til að mæta skorti á herbergjum fyrir þær heimildir sem Hraunbúðir hefur til inntöku. Hraunbúðir hefur í dag heimild fyrir 37 rýmum (29 hjúkrunarrými og 8 dvalarrými). Herbergjafjöldinn á Hraunbúðum er í dag 33 og fara í 37 auk viðbótar setustofu þegar núverandi stækkun líkur.
Í væntanlegri viðbyggingu er möguleiki að sinna fólki með Alzheimer og skyldra sjúkdóma sem þurfa meiri umönnun og öryggi. Vestmannaeyjabær mun leita eftir ráðgjöf til m.a. Alzheimersamtakanna við hönnun rýma og fyrirkomulag á þjónustunni. Deildarstjóri málefna aldraðra hefur þegar haft samband við formann Alzheimersamtaka sem mun koma til Vestmannaeyja í nóvember til að gefa góð ráð.
Skipaður verður vinnuhópur hjá Vestmannaeyjabæ sem mun setja upp gæðastaðla varðandi umönnun og framkvæmd þjónustu Hraunbúða fyrir alla heimilismenn, þar með talið fólk með Alzheimer og skylda sjúkdóma.

 

   

 

                                                                                           

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159