25.10.2016

Bæjarráð - 3036

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3036. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

25. október 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Dagskrá:

 

1.  

201609067 - Alþingiskosningar 2016

 

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 29. október 2016

 

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

 

   

2.  

201610036 - Stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum

 

Eins og komið hefur fram vinnur Vestmannaeyjabær núna að undirbúningi framkvæmda til að fjölga íbúðum fyrir aldraða og fatlaða. Eftir að sá undirbúningur hófst hefur verið innleidd ný reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.
Með þessari reglugerð er íbúðarlánasjóði falið það hlutverk að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þar með talið fyrir aldraða og fatlaða.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstóra að kanna forsendur þess að sækja um í tilgreindan sjóð og skila inn endanlegri umsókn.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.40

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159