19.10.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 255

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 255. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 19. október 2016 og hófst hann kl. 12:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201609079 - Skipulagsmál við Vigtartorg.
Minnisblað skipulagsráðgjafa og skipulagsfulltrúa
 
Ráðið fór yfir minnisblað skipulagsráðgjafa. Ráðið mun taka afstöðu til málsins á næsta fundi.
 
 
 
2. 201610045 - Ægisgata 2. Umsókn um byggingarleyfi
Páll M. Jónsson f.h. S-30 fasteignafélags sækir um leyfi fyrir að innrétta aðra hæð Fiskiðjunar undir starfsemi Þekkingarseturs Vestmannaeyja sbr. innsend gögn. Starfsemi ÞSV inniheldur m.a. fundarsali, skrifstofur og rannsóknarstofur.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
3. 201610040 - Búhamar 23. Umsókn um byggingarleyfi
Páll Helgason sækir um leyfi fyrir stækkun á sólstofu sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar erindi til næsta fundar og felur byggingarfulltrúa framgang málsins í samræmi við umræður á fundi.
 
 
 
4. 201610037 - Míla ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi
Ingimar Ólafsson f.h. Mílu ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við lagningu ljósveitu í sunnan Kirkjugarðs og austurbæ sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
5. 201610057 - Malarnám í Skansfjöru. Afnotasvæði.
Magnús Sigurðsson f.h. Steina og Olla ehf. sækir um geymslusvæði fyrir sand og möl í Skansfjöru sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar erindinu og óskar eftir afstöðu framkvæmda -og hafnarráðs.
 
 
 
6. 201610058 - Ofanbyggjaraland. Samningar.
Umræður
 
Ráðið ferlur skipulags -og byggingarfulltrúa framgang málsins í samráði við lögmann Vestmannaeyjabæjar.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:55
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159