10.10.2016

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

 
 Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands

Dags. 10. október 2016

Mættir voru Rut Haraldsdóttir, Halla Svavarsdóttir og Georg Eiður Arnarson.

Rut Haraldsdóttir ritaði fundargerð.

1.       Mál.

Umræða um erindi ÞSV til bæjarráðs frá 21. september s.l.  þar sem fram kemur að stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld með það í huga að ÞSV gerist rekstraraðili að NS. Fram kemur að það eru einkum fagleg sjónarmið og augljós samlegðaráhrif fyrir ÞSV og NS sem ráða þar för.

 

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands lýsir ánægju yfir þessari beiðni Þekkingarseturs Vestmannaeyja og tekur undir með stjórn ÞSV  að það geta orðið mikil samlegðaráhrif með þessum samningi, m.a. fjölgun og fjölbreytileiki verkefna og þar af leiðandi betri nýting á fjármunum og starfskrafti NS.  Allt þetta verði til mikilla hagsbóta fyrir NS, bæði faglega og rekstrarlega.  Stjórn leggur áherslu á það að áfram verði tryggt að a.m.k. tvö stöðugildi sérfræðinga með aðsetur í Vestmannaeyjum verði við störf á Náttúrustofu Suðurlands.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159