05.10.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 254

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 254. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 5. október 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201609114 - Bárustígur 1. Umsókn um byggingarleyfi
Páll Zóphóníasson f.h. eigenda Bárustígs 1 eign 0301 sækir um leyfi fyrir að innrétta tvær íbúðir á þriðju hæð sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
2. 201609111 - Vestmannabraut 22A. Breytt notkun. Fyrirspurn.
Jón Friðrik Matthíasson f.h. eigenda Vestmannabrautar 22 eign 0101 óskar eftir afstöðu ráðsins til fyrirhugaðra breytinga sbr. innsend gögn.
 
Umhverfis- og skipulagsráð er jákvætt gagnvart því að húsnæðið að Vestmannabraut 22 komist í notkun að nýju. Fyrir liggur að endurskoða deiliskipulag á svæðinu þar sem umrætt hús er.
 
Ráðið leggur áherslu á að öll skref varðandi mögulegar breytingar verði unnin í nánu samstarfi við byggingarfulltrúa og eftir atvikum skipulagsráð.
 
 
 
3. 201610007 - Vigtarhús Tangagötu 12. Fyrirspurn.
Marey Arkitektar ehf. f.h. húseigenda óska eftir afstöðu ráðsins til fyrirliggjandi teikninga af Vigtarhúsi.
 
Umhverfis- og skipulagsráð er jákvætt að mestu gagnvart þeim tillöguteikningum sem liggja fyrir. Ráðið felur byggingarfulltrúa áframhald máls í samræmi við umræður á fundinum.
 
 
 
4. 201609122 - Skólavegur 7. Fyrirspurn
Þröstur Bjarnhéðinsson Johnsen óskar eftir afstöðu ráðsins til stækkunar á íbúðarhúsnæði sbr. innsend gögn.
 
Umhverfis- og skipulagsráð lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun húseiganda að vilja lagfæra umrætt hús, en ítrekað hefur ráðið hvatt eigendur til úrbóta á útliti hússins.
 
Umrædd stækkun samræmist þó ekki því skipulagi sem unnið er eftir, ráðið felur byggingafulltrúa að ræða við bréfritara um það hvaða möguleikar eru til staðar skv. deiliskipulagi.
 
 
 
5. 201610002 - Míla ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi
Elvar Freyr Kristinsson f.h. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja við Heiðarveg 15 sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
6. 201609079 - Skipulagsmál við Vigtartorg.
Í framhaldi af umræðu síðasta fundar leggur Skipulagsfulltrúi fram minnisblað um stöðu skipulagsmála m.t.t. umsókna og fyrirspuna um breytingar á skipulasgsvæðinu.
 
Ráðið felur skipulagsfulltrúa, í samráði við skipulagsráðgjafa að meta áhrif breytinga ef byggingarskilmálar verða endurskoðaðir og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159