29.09.2016

Bæjarstjórn - 1515

 
 Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1515. Fundur       

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

29. september 2016 og hófst hann kl. 18.00

 

 

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

  

1.    201212068 - Umræða um samgöngumál.

 

 Bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallaði um niðurstöður útboðs á nýrri Vestmannaeyjaferju. Fyrir liggur að rétt eins og bæjarstjórn Vestmannaeyja benti á er hagkvæmast fyrir ríkið að láta smíða ferju og semja svo sérstaklega um rekstur hennar. Vestmannaeyjabær lítur á rekstur Herjólfs sem hornstein að innigerð samfélagsins í Vestmannaeyjum. Í raun og veru er ekki nokkur munur á rekstri Herjólfs og rekstri annara kafla vegakerfis Íslendinga. Bæjarstjórn telur því brýnt að rekstur Herjólfs verði ætíð séður sem hluti af þjóðvegakerfi Íslendinga og gjaldtöku og þjónustu verði að hagað í samræmi við þá skilgreiningu. Þá bendir bæjarstjórn á að í fjölmörgum tilvikum hefur rekstur fjölbreyttra málaflokka í nærþjónustu svo sem málefni fatlaðra, rekstur grunnskóla og rekstur heilsugæslu verið fluttur frá ríki til sveitarfélags ýmist með almennum hætti eða sértækum samningum. Slíkt er gert til að tryggja hagsmuni nærsamfélagsins, bæta þjónustu og auka hagkvæmni. Með þetta í huga samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að fela bæjarstjóra að rita innanríkisráðherra bréf og óska þar eftir því að samið verði beint um rekstur ferjunnar við Vestmannaeyjabæ.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Elliði Vignisson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Trausti Hjaltason (sign)

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)

Stefán Óskar Jónasson (sign)

 

Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

2.  

201608160 - Upplýsingavettvangur um samgöngur á sjó milli lands og Vestmannaeyja

 

Á 3033. fundi bæjarráðs þann 13. september s.l. var eftirfarandi erindi afgreitt með því að vísa því til næsta fundar í bæjarstjórn:

Erindi frá Innanríkisráðuneytinu dags. 25. ágúst s.l. þar sem fram kemur að Innanríkisráðherra hefur ákveðið að koma á upplýsingavettvangi helstu aðila sem koma að samgöngum við Vestmannaeyjar á sjó. Tilgangurinn er að stuðla að samráði og betra upplýsingaflæði milli þeirra sem hafa hagsmuni af greiðum samgöngum ef það má verða til þess að framkvæmdin verði skilvirkari og betri. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði kallaðir saman eftir þörfum og að lágmarki tvisvar á ári.
Hér með er óskað eftir að Vestmannaeyjabær tilnefni fulltrúa sinn í hópinn.

Bæjarráð fagnar því að ákveðið sé að stofna upplýsingavettvang um samgöngur á sjó milli lands og Eyja en ákvörðunin kemur í kjölfar fundar sem bæjarráð átti með Innanríkisráðherra í ágúst s.l. Bæjarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar í lok september n.k.

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að Egill Arnar Arngrímsson taki sæti í Upplýsingavettvangi um samgöngur á sjó milli lands og Eyja.

Þá samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að koma á allt að 10 manna bakhópi hvað þennan upplýsingavetvang varðar sem verður fulltrúa bæjarins til halds og trausts.

 

Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.  

201406089 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Stefán Óskar Jónasson og Georg Eiður Arnarsson fulltrúar E- listans hafa sætaskipti í nefndum. Stefán Óskar Jónasson verður aðalmaður í framkvæmda- og hafnarráði og Georg Eiður Arnarsson verður aðalmaður í umhverfis-og skipulagsráði.

 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201608002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3031 frá 16. ágúst 2016

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201608001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 252 frá 29. ágúst s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, 3-10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-listans. Bæjarfulltrúar E-listans sitja hjá og vísa í bókun Stefáns Ó. Jónassonar í ráðinu.

Undirrituðum finnst óeðlilegt að E-listinn eigi ekki fulltrúa í dómnefnd.

Stefán Ó. Jónasson (sign)

 
Liðir 1, 3 - 10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201608004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3032 frá 30. ágúst s.l.

 

Liðir 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
liðir 2 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201608003F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 194 frá 30. ágúst s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Lilðri 1 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201608008F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 181 frá 31. ágúst s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 og 2 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201608009F - Fræðsluráð nr. 288 frá 1. september s.l.

 

Liðir 1 - 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

liðir 1 - 5 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.  

201609002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3033 frá 13. september s.l.

 

Liðir 1 - 6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1 - 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.  

201608010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 253 frá 19. september s.l.

 

Liðir 1, 2 og 11 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3-10 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sex atkvæðum, Stefán Ó. Jónasson vék sæti.
Liður 11 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 3-10 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

12.  

201609001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 195 frá 26. september s.l.

 


Liðir 1- 6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

 Liðir 1, - 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

13.  

201609004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3034 frá 27. september s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.55

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159