27.09.2016

Bæjarráð - 3034

 
 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3034. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

27. september 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201609103 - Kaup Landsbankans á eigin hlutum

 

Erindi frá Landsbankanum dags. 16. september s.l. þar sem fram kemur að bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 14. apríl 2016. Landsbankinn býðst til að kaupa hvern hlut á genginu 10.3966. Fjöldi hluta Vestmannaeyjabæjar í Landsbankanum er 3.529.146 hlutir.

 

Eins og ítrekað hefur verið verið fjallað um hefur Vestmannaeyjabær og aðrir fyrrum eigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja átt í þungum málarekstri gagnvart Landsbankanum. Lögð var fram krafa um að hlutlaust verðmat færi fram á eignarsafni Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar hann var á þvingaðan máta sameinaður við Landsbankans. Landsbankinn varðist slíkum beiðnum við gólf allt þar til Vestmannaeyjabær vann fullnaðarsigur í héraðsdómi. Úrskurðarorð dómsins var að dómskvaddir matsmenn skyldu meta eignarsafn Sparisjóðsins.

Þessa dagana á sér nú stað vinna við eignarmat og hafa þeir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og Árni Tómasson, endurskoðandi valist til þeirra verka.

Bæjarráð mun ekkert aðhafast hvað varðar breytingar á eignarhaldi Landsbankans á meðan tilgreindur málarekstur á sér stað.

 

   

2.  

201609113 - Þekkingarsetur Vestmannaeyja óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að ÞSV gerist rekstraraðili að Náttúrustofu Suðurlands.

 

Erindi Frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja dags. 21. september s.l.

 

Bæjarráð Vestmananeyja fagnar frumkvæði Þekkingarseturs Vestmannaeyja hvað rekstur Náttúrustofu Suðurlands varðar og tekur undir þá afstöðu að frekari samþætting við fræðastarf ÞS geti skapað ný tækifæri og margskonar samlegðaráhrif.

Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við ÞSV á grunni innsends bréfs og felur Trausta Hjaltasyni bæjarráðsmanni að leiða þær viðræður fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.

Við afgreiðslu ráðsins vék Páll Marvin Jónsson af fundi.

 

   

3.  

201609105 - Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir samstarfi vegna fyrirhugðra tónleika í Vestmannaeyjum í mars 2017.

 

Erindi frá tónleikastjóra Sinfóníuhjómsveitar Íslands þar sem óskað er eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ, grunnskóla og leikskóla vegna fyrirhugaðra tónleika í Vestmannaeyjum í byrjun mars 2017.

 

Fyrir bæjarráði lá bréf frá Önnu Sigurbjörnsdóttur, tónleikastjóra Sinfóníuhljómsveitar ísland. Í bréfinu kemur fram vilji til tónleikahalds í Vestmannaeyjum 1. til 3. mars.

Bæjarráð fagnar vilja Sinfoníuhljómsveitar Íslands til að sinna frekari menningarstarfi í landsbyggðunum. Hjá Vestmannaeyjabæ ríkir einlægur vilji til að styðja við fyrirætlan Sinfóníunnar enda fellur hún vel að áherslum sveitarfélagsins um uppbygginu á viðtæku og vönduðu menningarstarfi með það fyrir augum að auðga mannlíf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málinu framgang.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.56

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159