22.09.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 195

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 195. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
22. september 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Guðjón Örn Sigtryggsson 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201609035 - Útrás Eiði, skemmdir á hlífum
Framkvæmdastjóri fór yfir þær skemmdir sem hafa orðið á hlífum útrásar Eiði og hvernig bregðast eigi við.
Ráðið þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra framgang verksins.
 
 
2. 201609029 - Móttaka úrgangs frá Vestmannaeyjum
Framkvæmdastjóri lagði fram erindi til Sorpu bs. vegna móttöku úrgangs frá Vestmannaeyjum og svarbréf Sorpu bs. Fram kom að Sorpa bs lýsir sig reiðubúið til að taka á móti almennu sorpi frá Vestmannaeyjum til urðunar til 1.september 2019. Jafnframt óskar stjórn Sorpu bs eftir viðræðum um frekara samstarf og framtíðarlausnir.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að fara í viðræður við Sorpu bs og upplýsa ráðið um framgang málsins.
 
 
3. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir
Fyrir liggur verkfundagerð nr. 21 frá 6.sept. 2016
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
4. 201609071 - Skildingavegur 6B. Umsókn um stækkun lóðar.
Fyrir liggur umsókn frá Theódóri Theódórssyni fh. húseiganda um stækkun lóðar að Skildingavegi 6b til að lagfæra aðkomu að húsnæði
Framkvæmdastjóra er falið að ræða við bréfritara um aðrar mögulegar lausnir varðandi aðgengi að húsnæði.
 
 
 
5. 201609088 - Heimildarmynd um hraunkælinguna 1973
Gísli Pálsson óskar eftir stuðningi við gerð heimildamyndar um hraunkælinguna í Heimaeyjargsoinu 1973 skv. innsendum gögnum
Ráðið fagnar framtaki bréfritara og telur löngu tímabært að þessu atriði í sögu Vestmannaeyja séu gerð skil. Ráðið beinir erindi bréfritara til verkefnisins "Viltu hafa áhrif" með von um jákvæðar undirtektir.
 
 
6. 201609089 - Stefnumörkun Hafnasambands Íslands
Drög að stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands lögð fram til kynningar.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:36
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159