19.09.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 253

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 253. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 19. september 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Stefán Óskar Jónasson vék af fundi í 2. máli
 
 
Dagskrá:
 
1. 201608175 - Breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæði H-2.
Fyrir liggur breytingartillaga deiliskipulags. Um er að ræða stækkun lóðar og nýjan byggingarreit á lóð Skipalyftunar ehf. Kleifum 8.
 
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201609080 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Tilraunaborhola.
Ívar Atlason fh. HS Veitna hf. sækir um leyfi fyrir tilraunaborun á athafnalóð fyrirtækisins Hlíðarvegi 4 sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 30.061 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
Stefán Óskar Jónasson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
 
 
3. 201609053 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Háspennustrengur.
Víðir Már Atlason f.h. Landsnets sækir um leyfi fyrir lagningu á jarðstreng frá tengivirki Strandvegi 16 að tengistað á Skansi sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Frágangur við göngustíg frá Strandvegi 18 að Skanssvæði skal unninn í samráði við umhverfis og framkvæmdasvið.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 80.163 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
4. 201511046 - Strandvegur 16. Umsókn um aðkomu frá Skansvegi.
Pétur Örn Magnússon f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir breyttri aðkomu að tengivirki, ný aðkoma að bílastæðum og tengivirki er frá Skansvegi sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 

 
5. 201608025 - Goðahraun 1. Fyrirspurn.
Tekið fyrir að nýju fyrirspurn eigenda matshluta 218-3535, óskað er eftir afstöðu ráðsins varðandi breytingar á útliti húsnæðis.

Ráðið lítur neikvætt á fyrirspurn húseigenda þar sem fyrirliggjandi notkun er ekki í samræmi við landnotkun. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er lóðin á íbúðarsvæði ÍB-4 og húsnæðið skráð sem verslunarhúsnæði.
 

 
6. 201609078 - Vestmannabraut 24. Umsókn um breytta notkun.
Húseigendur sækja um breytta notkun á rými 0102 úr verslunarhúsnæði í íbúð sbr. innsend gögn.
 
Ráðið getur að svo stöddu ekki orðið við erindinu enda samræmist það ekki ákvæðum gildandi aðalskipulags.
Endurskoðun aðalskipulags stendur nú yfir og mun vinnuhópur um aðalskipulag taka innsent bréf til skoðunar ásamt skipulagsráðgjöfum.
 
 
 
7. 201609058 - Áshamar 32. Umsókn um lóð
Hörður Baldvinsson og Bjarney Magnúsdóttir sækja um lóð nr. 32 í Áshamri sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. apríl 2017.
 
 
 
8. 201609022 - Básaskersbryggja 2. Bréf til Skipulagsráðs.
Fyrir liggur bréf til skipulagsráðs dags. 4 sept. 2016.
 
Afstaða Umhverfis -og skipulagsráðs til erindisins er að svo stöddu óbreytt enda í samræmi við gildandi aðalskipulag. Endurskoðun aðalskipulags stendur nú yfir og mun vinnuhópur um aðalskipulag taka innsent bréf til skoðunar ásamt skipulagsráðgjöfum.
 
 
 
9. 201609018 - Heiðarvegur 10. Umsókn um breytta notkun.
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að breyta notkun jarðhæðar sbr. innsent bréf dags. 2. sept. 2016.
 
Ráðið ítrekar bókun sína frá 18.4 2016, 18.07 2016 og 29.8 2016 og er sem fyrr ekki hlynnt því að gerðar séu íbúðir á jarðhæð en slíkt samræmist ekki aðalskipulagi. Ráðið leggst ekki gegn því að gerð verði gistiaðstaða/orlofsíbúðir í eigninni en slíkt samræmist ákvæðum aðalskipulags.
Endurskoðun aðalskipulags stendur nú yfir og mun vinnuhópur um aðalskipulag taka innsent bréf til skoðunar ásamt skipulagsráðgjöfum.
 
 
 
10. 201609012 - Hásteinsvegur 5. Umsókn um byggingarleyfi
Jaroslaw Zenon Jezowski sækir um leyfi fyrir að byggja "bislag" við norðurhlið húsnæðis sbr. meðfylgjandi gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í fjöleignahúsi.
 
Erindi samþykkt af byggingarfulltrúa þann 2 sept. 2016.
 
 
 
11. 201609079 - Skipulagsmál við Vigtartorg.
Umræður
Í ljósi fjölda umsókna um framkvæmdir og breytingar á svæðinu við Vigtartorg felur ráðið byggingarfulltrúa að taka saman minnisblað um stöðu mála á svæðinu.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159