13.09.2016

Bæjarráð - 3033

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3033. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

13. september 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201608160 - Upplýsingavettvangur um samgöngur á sjó milli lands og Vestmannaeyja

 

Erindi frá Innanríkisráðuneytinu dags. 25. ágúst s.l. þar sem fram kemur að Innanríkisráðherra hefur ákveðið að koma á upplýsingavettvangi helstu aðila sem koma að samgöngum við Vestmannaeyjar á sjó. Tilgangurinn er að stuðla að samráði og betra upplýsingaflæði milli þeirra sem hafa hagsmuni af greiðum samgöngum ef það má verða til þess að framkvæmdin verði skilvirkari og betri. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði kallaðir saman eftir þörfum og að lágmarki tvisvar á ári.
Hér með er óskað eftir að Vestmannaeyjabær tilnefni fulltrúa sinn í hópinn.

 

Bæjarráð fagnar því að ákveðið sé að stofna upplýsingavettvang um samgöngur á sjó milli lands og Eyja en ákvörðunin kemur í kjölfar fundar sem bæjarráð átti með Innanríkisráðherra í ágúst s.l. Bæjarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar í lok september n.k.

 

   

2.  

201609010 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Eyjakot ehf. vegna reksturs veitingastaðar að Heiðarvegi 5 (Pizza 67)

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 1.september s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

3.  

201609011 - Til umsagnar umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Canton ehf. Strandvegi 49 Vestm.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 1. september s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

4.  

201609013 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi til handa Ramín ehf. vegna reksturs gististaðar að Kirkjuvegi 10 Vestm. (áður RB gisting)

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 2. september s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

5.  

201609014 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi til handa Ramín ehf. vegna reksturs gististaðar að Vesturvegi 11a, Háeyri.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 7. september s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

6.  

201609033 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir VB ehf/Vöruhús Vestmannaeyja vegna rekstur gististaðar/veitingastaðar

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 7. september s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.40

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159