01.09.2016

Fræðsluráð - 288

 

 

Fræðsluráð - 288. fundur

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

1. september 2016 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Björk Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Lóa Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

200703206 - Staða daggæslumála

 

Greint frá stöðu í leikskóla- og daggæslumálum.

 

Fjöldi barna með lögheimili í Vestmannaeyjum fædd árið 2015 eru 57. Af þeim eru 53 börn orðin 9 mánaða í dag, 1. september.
17 þeirra eru byrjuð í leikskóla. Af þeim 36 börnum, sem ekki eru byrjuð í leikskóla eru 15 börn í daggæslu hjá þremur dagforeldrum. 14 foreldrar fá heimagreiðslur fyrir börn sín. Af þeim 14 eru 4 á biðlista eftir daggæslu. 14 börn með lögheimili í Vestmannaeyjum verða 9 mánaða í september til desember 2016 (fædd í desember 2015 til mars 2016). Af þeim eru tvö börn á biðlista eftir daggæsluplássi og tvö börn yngri en 9 mánaða.

 

   

2.  

201509077 - Bráðabirgðaúrræði v daggæslu.

 

Staða daggæslumála er sífellt að færast í betra horf. Áfram eru þrír dagforeldrar að störfum líkt og fyrir sumarlokun og er því vonandi að nást stöðugleiki í dag líkt og stefnt hefur verið að meðal dagforeldra. Nýlega var farið að bjóða upp á heimagreiðslur og virðist það ætla að gefa góða raun. Í ljósi þess að enn eru börn á biðlista eftir daggæslu í dag felur fræðsluráð framkvæmdastjóra að framlengja tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd fram að áramótum til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði. Stefnt skal að því að opna Strönd eins fljótt og verða má. Fræðsluráð mun áfram fylgjast vel með framgangi mála.

 

   

3.  

201606004 - Frístundaver. Lengd viðvera.

 

Greint frá stöðu mála.

 

74 börn eru nú í vistun í frístundaveri.
Við skipulag er gert ráð fyrir fyrir 12 börnum á starfsmann í 1. bekk en 15.-18. börnum á starfsmann í 2. og 3. bekk, sem er í samræmi við verklag á öðrum frístundaheimilum landsins.
Starfmenn í frístund eru 6 með forstöðumanni og því um 12,3 börn á starfsmann.

Þörf er á að ráða inn starfsmann til að sinna stuðningi vegna barna með sérþarfir. Flest börn koma í frístundaver alla daga eftir að skóla lýkur og eru sótt á milli kl. 16:00 og 16:30 síðdegis.

Samtals eru sex starfsmenn í 3,1 stöðugildi.
Starfið verður með hefðbundnu móti. Gert ráð fyrir samstarfi við íþróttafélög og fylgd úr skóla og í íþróttahús í samráði við foreldra. Mikilvægt er að foreldrar láti vita í frístundaver ef börn þeirra koma ekki í vistun skv. skipulagi.

 

   

4.  

200703065 - Gæsluvöllurinn Strönd við Miðstræti

 

Greint frá starfsemi gæsluvallarins sumarið 2016

 

Gæsluvöllurinn var opinn frá 18. júlí til og með 15. ágúst 2016. Fjöldi barna sem komu á gæsluvöllinn var frá 2 (einn daginn) og upp í 42 börn þegar mest var. Heildarfjöldi sem sóttu gæsluvöllinn í sumar var 525 börn og meðalfjöldi á dag var 26 börn. Til samanburðar má nefna að sumarið 2015 voru 202 börn skráð í vistun á gæsluvellinum og meðalfjöldi barna var 11. Fjöldinn í ár er þó svipaður og hann var árið 2014. Fræðsluráð þakkar starfsfólki gæsluvallarins fyrir vel unnin störf í sumar.

 

   

5.  

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.20

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159