30.08.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 194

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 194. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
30. ágúst 2016 og hófst hann kl. 16:50
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir
Lagðar fram fram verkfundargerðir nr.19 frá 14.júlí 2016 og nr.20 frá 16.ágúst 2016
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir
 
 
2. 201608129 - Sjávarútvegssýning 2016
Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að þáttöku Vestmannaeyjahafnar í Sjávarútvegssýningu í Laugardalshöll 28-30.sept. nk. Fram kom að kostnaður mun nema um 400 þús. krónum.
Ráðið samþykkir að veita 400 þús krónum í þátttöku í sýningunni og felur starfsmönnum framgang málsins.
 
 
3. 201606074 - Hraunbúðir viðbygging
Þann 16.ágúst 2016 voru opnuð tilboð í viðbyggingu við Hraunbúðir. Tvö tilboð bárust.
Steini og Olli ehf. 104.278.606 kr.
Húsatækni ehf. 92.874.129 kr
 
Kostnaðaráætlun hönnuða. 91.164.499 kr
Ráðið samþykkir að að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
 
 
 
4. 201608130 - Hafnasambandsþing 2016
Hafnasambandsþing fer fram á Ísafirði 13-14 október nk. Fram kom að Vestmannaeyjahöfn á rétt á 5 fulltrúum á þinginu.
Ráðið samþykkir að sækja þing Hafnasambands Íslands.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:37
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159