30.08.2016

Bæjarráð - 3032

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3032. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

30. ágúst 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Páll Marvin Jónsson sat fundinn í síma.  

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201608147 - Löggæslukostnaður bæjarhátíða

 

Bæjarráð fjallaði um þann kostnað sem víða á landsbyggðum er lagður á bæjarhátíðir og staðbundnar menningarhátíðir þótt á sama tíma sé löggæsla vegna sambærilegs skemmtanahalds á höfuðborgarsvæðinu greitt af ríkinu.

Í Vestmannaeyjum liggur fyrir að löggæslukostnaður vegna þjóðhátíðar er 4 milljónir. Þá hefur Vestmannaeyjabær átt frumkvæði að samstarfi við lögregluna vegna gosloka sem falið hefur í sér að Vestmannaeyjabær greiðir fyrir auka vaktir lögreglumanna og getur þannig dregið úr annars nauðsynlegri gæslu á mótstað.

Um leið og Bæjarráð þakkar lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir farsælt samstarf hvetur það til þess að verklag um kostnaðarþátttöku vegna menningar- og bæjarhátíða um allt land verði samræmt. Með öllu óeðlilegt verður að telja að grunnþjónusta eins og löggæsla sé greidd af ríkinu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélögum og skemmtanahöldurum á landsbyggðinni.

 

   

2.  

201608146 - Ársþing Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga 20. og 21. október n.k.

 

Erindi frá SASS dags. 25.ágúst s.l. þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að halda ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 20. og 21. október n.k. á Fosshóteli Jökulsárlóni á Hnappavöllum í Öræfum. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.

 

   

3.  

201608124 - Til umsagnar umsókn fyrir um rekstrarleyfi fyrir Kirkjuveg 28 vegna rekstur gististaðar í flokki II.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 24.ágúst s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

4.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.32

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159