29.08.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 252

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 252. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 29. ágúst 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. 201605104 - Skipulagsmál. Ísfélags og Fiskiðjureitur.
Í júní s.l. auglýsti Vestmannaeyjabær eftir áhugasömum samstarfsaðilum í fasteignaþróun á svæðinu. Þrír aðilar lýstu yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu. Skipulagsfulltrúi kynnti næstu skref í ferli uppbyggingar á Ísfélagsreit Strandvegi 26, en skipuð hefur verið þriggja manna valnefnd sem skipa.
-Axel Hallkell Jóhannsson sýningarhönnuður
-Pétur Jónsson arkitekt
-Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður ráðsins
 
Umhverfis -og skipulagsáð samþykkir valnefnd og felur skipulags-og byggingarfulltrúa framgang málsins í samræmi við framlögð gögn.
 
 
 
2. 201509061 - Kleifar 2. Umsókn um byggingarleyfi
Í framhaldi afgreiðslu ráðsins í júlí, varðandi útlit á suðurgafli frystiklefa VSV hefur VSV óskað eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um hönnunarsamkeppni um útlit gaflsins. Óskað er eftir tveimur fulltrúum Vestmannaeyjabæjar í dómnefnd.
Umhverfis -og skipulagsráð hrósar Vinnslustöðinni fyrir þann vilja og viðleitni til þess að vanda til verka varðandi útlit á suðurgafli frystigeymslu við Kleifar 2. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar í dómnefndinni eru formaður ráðsins, Margrét Rós Ingólfsdóttir og Hafþór Halldórsson verkefnastjóri á tæknideild. Fulltrúar Vinnslustöðvarinnar eru Pétur Jónsson og Þorsteinn Óli Sigurðsson.
 
Umhverfis -og skipulagsráð veitir lóðarhafa heimild til þess að hefja framkvæmdir í samráði við samþykkt gögn.
 
Stefán Ó. Jónasson bókar.
Undirrituðum finnst óeðlilegt að E-listinn eigi ekki fulltrúa í dómnefnd.
Stefán Ó. Jónasson (sign)
 
 
Fulltrúar D-lista bóka.
Fulltrúar meirihlutans telja ekkert óeðlilegt við að fulltrúi E-lista sitji ekki í ofangreindri dómnefnd og bera fullt traust til þeirra aðila sem hana skipa í þessu máli. Tillögur, afstaða og niðurstaða ofangreindrar dómnefndar mun verða kynnt fyrir Umhverfis -og skipulagsráði þegar að slíkt liggur fyrir, bæði til umræðna og afgreiðslu. Þar hefur fulltrúi E-listans, eins og í öllum öðrum málum sem tekin eru fyrir á fundi ráðsins, fulla heimild til þess að koma með athugasemdir við þá tillögu.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Esther Bergsdóttir (sign)
Ingólfur Jóhannesson (sign)
Kristinn Bjarki Valgeirsson (sign)
 
 
 
3. 201607039 - Strandvegur 69. Fyrirspurn til skipulagsráðs.
Tekið fyrir að nýju fyrirspurn Steina og Olla ehf.
Óskað er eftir afstöðu ráðsins til breytinga á skilmálum deiliskipulags.
Fyrir liggur minnisblað skipulagsráðgjafa.
 
Í samræmi við gildandi skipulag, sem og fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsráðgjafa, leggst Umhverfis -og skipulagsráð gegn hækkun á umræddu húsnæði upp í 10 metra en húsið stendur nú í 9,3 m. en ekki 7 m eins og misritað er í gögnum skipulagsins. Ráðið setur sig ekki á móti því að gerðar verði þrjár hæðir í stað tveggja innan byggingarramma hússins. Hvað varðar fyrirspurn um breytingu á notkun húsnæðisins þá samræmist slíkt ekki aðalskipulagi og ráðið getur því ekki heimilað slíka breytingu.
 
 
 
4. 201608026 - Friðarhöfn. Umsókn um byggingarleyfi
Sótt er um leyfi fyrir gluggabreytingum og utanhúsklæðningu.
Samþykkt
 
 
5. 201608025 - Goðahraun 1. Fyrirspurn.
Eigandi matshluta 218-3535 sendir um fyrirspurn varðandi breytingar á útliti húsnæðis.
 
Ráðið frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum um fyrirhugaða starfsemi í húsnæðinu.
 
 
 
6. 201608135 - Básaskersbryggja 2. Fyrirspurn.
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa óskar eftir að breyta notkun á annarri og þriðju hæð í orlofsíbúðir.
 
Ráðið ítrekar bókun frá 9 maí sl.
"Á hafnarsvæðum tengist landnotkun fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á hafnarsvæðum."
Ráðið er því sem fyrr ekki hlynnt fyrirspurninni þar sem hún samræmist ekki ofangreindu ákvæði í Aðalskipulagi.
 
 
 
7. 201608136 - Heiðarvegur 10. Fyrirspurn.
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa óskar eftir að breyta notkun jarðhæðar í tvær orlofsíbúðir.
 
Ráðið bendir á að breytt notkun samræmist ákvæðum aðalskipulags en bendir bréfritara á að sækja skal um breytingar á húsnæði áður en framkvæmdir hefjast sbr. ákvæði Mannvirkjalaga og lítur ráðið það alvarlegum augum ef húsnæðum er breytt án samþykkis ráðins.
 
 
 
8. 201608134 - Míla ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi
Elvar Freyr Kristinsson fh. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu jarðstrengja sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
Ráðið fer fram á að Míla ljúki umhverfisfrágangi á þeim framkvæmdasvæðum sem er ábótavant. Ráðið mun ekki sjá sér fært að veita leyfi til frekari framkvæmda verði slíkt ekki gert.
 
 
 
9. 201607054 - Heimaklettur. Ábending til Skipulagsráðs.
Tekið fyrir að nýju bréf frá Pétri Steingrímssyni.
 
Í framhaldi af síðasta fundi ráðsins upplýsist að framkvæmdir við Heimaklett hafa kostað um 7 milljónir árin 2015-16.
 
Á haustmánuðum munu fulltrúar Landgræðslunnar koma til Eyja og í framhaldi skila tillögum til ráðsins.
 
 
 
10. 201606036 - Eldfell - uppgræðsla
Fyrir liggur fyrirspurnarbréf frá Stefáni Jónassyni.
 
Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs tekur undir þau orð sem koma fram í erindi frá nefndarmanni E-lista þar sem segir að þetta verkefni sé mjög mikilvægt og áhugavert sem hlúa þurfi að.
 
Í sumar var tekin sú ákvörðun að leggja ekki í miklar aðgerðir á þessu ári, en að tíminn yrði notaður til að vinna að langtímaaðgerðaráætlun þar sem lagðar væru til aðgerðir til þess að hefta fok úr hlíðum Eldfellsins og einnig aðgerðir til að hefta útbreiðslu lúpínu í nýja hrauninu og útrýma henni annarsstaðar á Heimaey.
Farið var einusinni í sumar og borið á talsvert svæði í hlíðum Eldfells í sumar, um 2.5ha.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159