16.08.2016

Bæjarráð - 3031

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3031. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

16. ágúst 2016 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201608035 - Standveiðar

 

Í reglugerð um strandveiðar sem gefin var út 26. apríl s.l. var aflaviðmiðun á svæði D lækkuð um 200 tonn. Í ljós hefur komið að þetta hefur valdið miklum truflunum á strandveiðum og flutt atvinnutækifæri frá suðursvæðinu annað.

 

Bæjarráð fjallaði um stöðu strandveiða við suðurströndina og ákvörðun Sjávarútvegssráðherra að skerða kvóta til strandveiða við suðurströndina um 200 tonn á sama tíma og hann jók heildarkvóta til strandveiða um 400 tonn eins og gert var með reglugerð um strandveiðar sem gefin var út í vor.
Bæjarráð Vestmanneyja telur að með þessum aðgerðum opinberist enn og aftur sá veruleiki að einstökum ráðherrum er ekki treystandi til að stýra með handafli hvar atvinnutækifæri eins og aflaheimildir eiga að liggja.
Bæjarráð tekur undir þá kröfu sem víða hefur komið fram um að skerðingunni verði skilað til baka og sérstaklega horft til sérstöðu suðursvæðisins.

 

   

2.  

201608019 - Til umsagnar v/umsóknar Jóns Inga Guðjónssonar um rekstrarleyfi handa Lundanum.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 9. ágúst s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

3.  

201608020 - Til umsagnar v/umsóknar Jóns Inga Guðjónssonar um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi handa Prófastinum.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 9. ágúst s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

4.  

201608027 - Til umsagnar umsókn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Topppizzur ehf. vegna beinnar útsendingar á íþróttaviðburði.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 12. ágúst s.l.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við starfssemina en minnir á gildandi reglur um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða í Vestmannaeyjum frá 21. júlí 2015.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:34

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159