26.07.2016

Bæjarstjórn - 1514

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1514. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

26. júlí 2016 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

 

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 251 frá 25. júní s.l. og fundargerð bæjarráðs nr. 3030 frá 26. júlí s.l.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Einnig var leitað samþykkis bæjarfulltrúa að taka inn með afbrigðum annað og þriðja mál á dagskrá fundarins og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.  

201503151 - Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja

 

Umræðu um niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands frá 6. júlí s.l.
Niðurstaða héraðsdóms var: „Dómkveðja skal matsmenn í samræmi við beiðni matsbeiðenda, Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar hf.“

 

   

2.  

201607079 - Umræða um þjóðhátíð

 

Næstkomandi verslunarmannahelgi mun ÍBV íþróttafélag halda Þjóðhátíð í Eyjum og verður það í 116. skiptið sem hátíðin er haldin. Jafnframt því að vera ein stærsta útihátíð landsins er þjóðhátíð ein af stærri menningararfleifðum Vestmannaeyja þar sem rótgrónum hefðum á borð við tjöldun hvítu tjalda heimamanna, bjargsigi, tónleikum lúðrasveitarinnar, brennunni og brekkusöng er haldið áfram kynslóð fram af kynslóð.

Skipulag hverrar þjóðhátíðar hefur langan aðdraganda og ótalmargar vinnustundir liggja að baki undirbúningi hennar ár hvert oftar en ekki frá ósérhlífnum sjálfboðaliðum heimamanna.

Bæjarstjórn er afar stolt af þjóðhátíð ÍBV og því sem hún stendur fyrir sem fyrst og fremst er gleði, söngur og samkennd.

Á þjóðhátíð í Eyjum hefur ekki og mun aldrei verða sýnt umburðarlyndi gagnvart hvers kyns ofbeldisglæpum. ÍBV íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd hafa jafnt og þétt unnið markvisst að því að tryggja öryggi og velferð þjóðhátíðargesta. Þannig hefur t.a.m. gæsla verið aukin til muna, salernisaðstæður og lýsing bættar verulega og öryggismyndavélum fjölgað ár frá ári. Einnig hefur forvarnarhópur ÍBV gegn kynferðisofbeldi, Bleiki fíllinn starfað í 5 ár og unnið ötullega að því að auka umræðu um kynferðisbrot og vitundarvakningu samfélagsins gagnvart þeim auk þess að vera áberandi á hátíðarsvæðinu sjálfu. Fagmenntað og reynslumikið viðbragðsteymi er að lokum til staðar ef upp koma slík hörmuleg brot.

Bæjarstjórn vill að lokum óska bæjarbúum öllum og gestum okkar góðrar skemmtunar um komandi helgi með einskærri hvatningu um að við njótum félagsskaps hvors annars, virðum hvort annað og hjálpum hvor öðru í neyð.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.  

201406089 - Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Breytt skipan í Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja.
Vegna formannsskipta í Björgunarfélagi Vestmannaeyja þá tekur Arnór Arnórsson sæti Sigurðar Þ. Jónssonar í Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja.

 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að Arnór Arnórsson taki í Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja.

 

   

4.  

201607001F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3028 frá 1. júlí s.l.

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.  

201607002F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3029 frá 12. júlí s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-12 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-12 voru samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.  

201607005F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 180 frá 13. júlí s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.  

201607003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 250 frá 18. júlí s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.  

201607008F - Fræðsluráð nr.287 frá 18. júlí s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.  

201607009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 193 frá 20. júlí s.l.

 

Liðir 3 og 4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2 og 5 Liggja fyrir til staðfestingar

 

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með fimm atkvæðum, Auður Ósk Vilhjálmsson og Stefán Óskar Jónasson sátu hjá. Stefán Óskar Jónasson gerði grein fyrir atkvæði sínu og tók undir bókun Georgs Eiðs Arnarssonar frá fundi ráðsins.
Liðir 1 ,2 og 5 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.  

201607010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr.251 frá 25. júlí s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sex atkvæðum. Við umræðu og atkvæðagreiðslu á lið 4 vék Stefán Óskar Jónasson af fundi.

 

   

11.  

201607012F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3030 frá 26. júlí s.l.

 

Liðir 1-13 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5 var samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6-12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 13 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður haldin 22. september n.k. Fundahlé verður í ágúst.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159