26.07.2016

Bæjarráð - 3030

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3030. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

26. júlí 2016 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201607079 - Umræða um þjóðhátíð

 

Málinu vísað til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

   

2.  

200905098 - 5 ára leikskóladeild. Víkin

 

Framhald af 5 máli 287. fundar Fræðsluráðs.
Minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs dags. 18. júlí s.l.

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og samþykkir þær breytingar sem fjallað er um í minnisblaðinu.

 

   

3.  

201607066 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

 

Erindi frá Íbúðarlánasjóði dags. 13.júlí s.l. þar sem fram kemur að lög og reglugerðir er varða framkvæmd og veitingu stofnframlaga til almennra íbúða hafa tekið gildi. Þá tekur við auglýsing og afgreiðsla umsókna hjá sveitarfélögum og íbúðarlánasjóði.

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

 

   

4.  

201607060 - Ósk um styrk til að halda umhverfis-og listsköpunarnámskeið í sumar fyrir börn í Vestmannaeyjum.

 

Erindi frá Silju Yraola verkefnastjóra Náttúru og Vegglistar dags. 15. júlí s.l.

 

Bæjarráð er erindinu og umsækjendum afar velviljað og bendir bréfritara á að allir styrkir Vestmannaeyjabæjar til menningarviðburða fara í dag fram í gegnum samstarf um sunnlenska menningu (SASS) og er bréfritara bent á að beina einnig umsókn sinni þangað. Að öðru leyti vísar Bæjarráð til verkefnisins "Viltu hafa áhrif“ þar sem styrkbeiðnum er fundinn farvegur við gerð fjárhagsáætlunar.

 

   

 

 

 

Afgreiðsla samningamála er færð í sérstaka samningabók

 

   

5.  

201606066 - Þjóðhátíð 2016- umsögn um breytta staðsetningu á húkkaraballi. Ný staðsetning er bílastæðin við Strandveg 50. Ballið mun standa yfir frá kl. 23.00-03.00

 

Erindi frá Sýslumanninum dags. 25. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla gerir það einnig. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað skemmtanahalda ef þörf krefur. Einnig leggur Vestmannaeyjabær ríka áherslu á að fullt tillit sé tekið til íbúa og annarra rekstraraðila í nágrenninu.

 

   

6.  

201607040 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Gistiheimilið Hlíðarás

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 12. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

7.  

201607041 - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi, Guesthouse Sólbakki

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 12. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

8.  

201607046 - Til umsagnar umsókn Erps Snæs Hansen um rekstrarleyfi reksturs gististaðar á Herjólfsgötu 11.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 13. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

9.  

201607048 - Til umsagnar umsókn fyrir Ribsafari fyrir tímabundið áfengisleyfi vegna siglinga á þjóðhátíð

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 18. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla gerið það einnig. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku.

 

   

10.  

201607049 - Til umsagnar umsókn fyrir Dalhraun 3 ehf/Lundann fyrir tímabundið áfengisleyfi á þjóðhátíð dagana 27/7 og 28/7 til kl. 04.00

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 18. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir að umsóknaraðili hafi opið til kl. 03:00 dagana fyrir þjóðhátíð eða 27. og 28. júlí n.k. svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað skemmtanahalda ef þörf krefur. Einnig leggur Vestmannaeyjabær ríka áherslu á að fullt tillit sé tekið til íbúa og annarra rekstraraðila í nágrenninu.

 

   

11.  

201607069 - Til umsagnar umsókn f. Sævar Þór Hallgrímsson/Pizza 67, fyrir tímabundnu áfengisleyfi á Þjóðhátíð og lengri opnunartíma.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 21. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir að opnunartíminn sé ekki lengri en til kl. 03:00 alla dagana svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur. Einnig leggur Vestmannaeyjabær ríka áherslu á að fullt tillit sé tekið til íbúa og annarra rekstraraðila í nágrenninu.

 

   

12.  

201607077 - Til umsagnar umsókn fyrir Segveyjar fyrir tímabundið áfengisleyfi í Baldurshaga á þjóðhátíð

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 25. júlí s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Samþykki þetta er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað skemmtanahalda ef þörf krefur. Einnig leggur Vestmannaeyjabær ríka áherslu á að fullt tillit sé tekið til íbúa og annarra rekstraraðila í nágrenninu.

 

   

 

 

 13.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159