18.07.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 250

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 250. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 18. júlí 2016 og hófst hann kl. 12:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201607034 - Birkihlíð 11-17. Umsókn um stækkun lóða.
Lóðarhafar Birkihlíð 11 og 17 óska eftir að lóðarmörkum verði breytt þannig að lóð nr. 15 verði skipt milli lóðarhafa sbr. innsend gögn sýna.
 
Ráðið lítur jákvætt á erindi bréfritara. Ráðið óskar eftir nánari gögnum á útfærslu bílgeymslunnar og frágangi áður en tekin er afstaða til stækkunar á lóðum.
 
 
 
2. 201607039 - Strandvegur 69. Fyrirspurn til skipulagsráðs.
Magnús Sigurðsson fh. Steina og Olla ehf. óskar eftir afstöðu ráðsins til breytinga á skilmálum lóðar í deiliskipulagi. Bréfritari óskar eftir íbúðum á aðra og þriðju hæð og hækkun á byggingarreit úr 7m. í 9,5-10m. sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar erindinu og óskar eftir áliti skipulagsráðgjafa.
 
 
 
3. 201607029 - Miðstræti 30. Afsal lóðarhluta.
Jóhannes Einarsson afsalar hluta úr lóð sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
4. 201607030 - Strandvegur 55. Umsókn um stækkun lóðar.
Davíð Guðmundsson fh. DBS ehf. sækir um stækkun lóðar sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir stækkun lóðar og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Strandveg 55 og Miðstræti 30.
 
 
 
5. 201603048 - Herjólfsdalur. Skilti
Tekið fyrir bréf frá Margréti Hermanns Auðardóttur dags. 29.6.2016 og tölvupóstur dags. 14.7.2016.
 
Ráðið bendir bréfritara á að málið er á forræði Minjastofnunar Íslands.
Umhverfis-og skipulagsráð ítrekar fyrri bókun frá mars sl. og fagnar því góða framtaki Minjastofnunar að láta útbúa upplýsingaskilti við uppgraftarsvæðið í Herjólfsdal enda afar merkilegt svæði.
 
 
 
6. 201607037 - Heiðarvegur 10. Fyrirspurn um breytta notkun.
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa óskar eftir að breyta norðurhluta jarðhæðar í íbúð.
 
Ráðið ítrekar fyrri bókun frá 18 apríl sl.
 
 
 
7. 201607028 - Umhverfisviðurkenningar 2016
 
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2016 voru afhent þann 17.júní. Valið fór í ár fram með þeim hætti að tilnefninga var óskað frá bæjarbúum, sem í framhaldi sendu inn fjölmargar tilnefningar Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ og Rótarý yfirfór síðan þær tilnefningar sem komu.
Viðurkenningarhafar árið 2016 eru:
Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Bragginn.
Snyrtilegasti garðurinn var valinn Birkihlíð 16, eigendur eru Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Viðar Hjálmarsson.
Snyrtilegasta eignin var valin Brattagata 25, eigendur eru Inga Hrönn Guðlaugsdóttir og Birkir Agnarsson.
Vel heppnaðar endurbætur var valin eignin að Kirkjuvegi 35, eigendur eru Ása Birgisdóttir og Páll Heiðar Högnason.
Snyrtilegasta gatan var valin Hrauntún
 
Umhverfis- og skipulagsráð óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til hamingju.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159