12.07.2016

Bæjarráð - 3029

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3029. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

12. júlí 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201010015 - Umræða um Heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum.

 

Bæjarráð lýsir yfir mikilli óánægju með framkvæmdaleysi þingmanna, ráðherra og embættismanna varðandi fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum og opnun skurðstofuvaktar í líkt og áður var. Öryggi íbúa og gesta er á meðan verulega skert.

Athygli er vakin á því að nýlegur dómur þar sem kveðið er á um fullnustu ákvörðunar Borgarstjórnar Reykjavíkur um lokun neyðabrautar Reykavíkurflugvallar eykur verulega þörfina fyrir aukna viðbragðsgetu og neyðarþjónustu í einangruðu eyjasamfélagi eins og því sem er í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð krefst þess að heilbrigðisyfirvöld svari því hvort að til standi að tryggja þá heilbrigðisþjónustu sem starfshópur ráðherra lagði einróma til og felur ma. í sér C1 fæðingaþjónustu með fullu aðgengi að skurðstofuþjónustu.

Bæjarráð óskar ennfremur eftir formlegum svörum frá framkvæmdastjórn HSU hvað varðar nýlegar uppsagnir á starfsmönnum, og þar með hvort að stöðugildum HSU í Vestmannaeyjum hafi fjölgað eða fækkað eftir að stofnunin sameinaðist undir merkjum HSU.

 

   

2.  

201503003 - Innanlandsflugvöllur í Reykjavík

 

Lokun neyðarflugbrautar.

 

Ályktun um lokun neyðarbrautar í Vatnsmýrinni.
Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sína sem ítrekað hefur komið fram um mikilvægi sjúkraflugs og aðstöðu því tengdu í Reykjavík enda hefur Reykjavíkurflugvöllur ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar og skapað betra aðgengi að hátæknisjúkrahúsum.

Sérstaklega er hörmuð sú ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur að loka eigi NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðri neyðarbraut. Sú ákvörðun muni hafa grafalvarlegar afleiðingar og stefni almannaheill í voða.

Öllum má ljóst vera að lending á neyðarbrautinni hefur skipt sköpum varðandi sjúkraflug utan af landi, oft í erfiðum tilfellum þar sem um líf eða dauða er að tefla. Lokun á neyðarbrautinni er því ekki eingöngu skerðing á þjónustu við íbúa landsins heldur er með henni vegið að öryggi þess hluta landsmanna sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð gerir þá kröfu að stjórnvöld bæði hjá ríki og sveitarfélögum sýni því skilning að málefni flugvallarins í Reykjavík er ekki einkamál Borgarstjórnar Reykjavíkur. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar sem viðhaldið er með almannafé til handa öllum íbúum þessa lands.

 

   

3.  

201606098 - Fasteignamat 2017

 

Erindi frá Þjóðskrá Íslands þar sem fram kemur að heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7.8% frá yfirstandandi ári. Fasteignamat hækkar um 2.0% í Vestmannaeyjum.

 

Bæjarráð þakkar upplýsingar.

 

   

4.  

201607013 - Ósk um samstarf frá Ferðamálastofu

 

Erindi frá Ferðamálastofu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu "kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar". Megintilgangurinn er að skráningin gæti nýst sveitarfélögum og öðrum þeim sem koma að skipulagsmálum ferðaþjónustunnar og gera þannig tilraun til að greina á kerfisbundinn hátt hvar auðlindir ferðaþjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar.

 

Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og óskar eftir því að Þekkingarsetur Vestmannaeyja leiði verkefnið með aðkomu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.

 

   

5.  

201606069 - Dagsetning Orkumótsins 2017

 

Fyrir bæjarráði lágu drög að dagsetningum Orku- og TM móta ÍBV til ársins 2030. Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og gerir ekki athugasemdir við drögin en ítrekar mikilvægi þess að á hverju ári sé gætt að samstarfi við bæjaryfirvöld vegna framkvæmda þessara mikilvægu móta. Sérstaklega er brýnt að haft sé náið samstarf við skólafólk þar sem Pæjumótin geta skarast á við starfstíma þeirra.

 

   

13.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka samningabók

 

   

6.  

201606066 - Umögn um leyfi IBV til að halda þjóðhátíð með þeim hefðbundna hætti sem verið hefur nær óslitið frá 1874

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum.
Undir umsóknina falla eftirtaldir viðburðir:
Húkkaraball fimmtudagskvöldið 28. júlí
brenna á Fjósakletti föstudagskvöldið 29. júlí
flugeldasýning í Herjólfsdal laugardagskvöld 30. júlí
flugeldasýning og blys í Herjólfsdal sunnudagskvöld 31. júlí
rekstur sölubúða,grillbifreiðar og veitingatjald í Herjófsdal
Vínveitingaleyfi fyrir bjór-og léttvínssölu á svæðinu frá kl. 20:00-05:00 og leyfi til að selja sterkari drykki frá 22:00 til kl. 05:00
skemmtidagskrá alla dagana á hátíðarsvæðinu.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á hátíðarsvæðinu og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi hátíðarsvæðisins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.

 

   

7.  

201606073 - Umsögn um umsókn IBV um leyfi fyrir flugeldasýningu á Þjóðhátíð 2016

 

Erindi frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum dags. 5. júní s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á skotsvæðinu og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi skotsvæðisins á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.

 

   

8.  

201607012 - Til umsagnar umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Gistiheimilið Hamar Vesmannaeyju.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 20. júní s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

9.  

201607019 - Til umsagnar umsókn Skúla Gunnars Sigfússonar f.h. Stjarnan ehf., um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Subway.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 4. júlí s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

10.  

201607020 - Til umsagnar umsókn Bergvins Oddssonar f.h. Aska 900 hostel ehf. um rekstrarleyfi fyrir Aska 900 Hostel ehf. vegna reksturs gististaðar/veitingarstaðar.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 4. júlí s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

11.  

201607026 - Til umsagnar umsókn Jóhannes B. Jóhannessonar f.h. Gabríel guesthouse þar sem óskað er eftir rekstrarleyfi fyrir reksturs gististaðar/veitingastaðar að Kirkjubæjarbraut 16, Vestmannaeyjum.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 7. júlí s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

12.  

201606060 - Til umsagnar umsókn um tækifærisleyfi fyrir tónleikum á Topppizzum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja dagana 29. júlí til 31. júlí n.k. frá kl.13.00-19:00

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 14. júní s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku á svæðinu og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi tónleikasvæðisins  á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

 

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.02

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159